Allir þátttakendur á Landsmótinu fá armband sem þeir þurfa að hafa alla mótsdagana.
Þegar þú kemur á Sauðárkrók þá mælum við með því að það fyrsta sem þú gerir sé að koma við í þjónustumiðstöð Landsmótsins og ná í armbandið þitt. Þjónustumiðstöðin er í Árskóla.
Ef armbandið slitnar á meðan mótinu stendur þá kemur þú með það í þjónustumiðstöðina og færð nýtt armband afhent.