Í Íþróttaveislunni verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Einstaklingar 18 ára og eldri geta skráð sig til leiks, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Margt verður jafnframt í boði fyrir yngri kynslóðina. Íþróttaveislan er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 

Þátttakendur mótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttagreina í bland við götu- og tónlistarveislu. Saman munu gestir Íþróttaveislunnar skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins. 

 

Þín eigin dagskrá

Þeir sem skrá sig til leiks búa til sína eigin dagskrá. Um 30 mismunandi íþróttagreinar auk skemmtuna og fróðleiks verða í boði og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

Nánari upplýsingar koma innan tíðar.