Á Landsmótinu stendur mótsgestum til boða allskonar viðburðir, sýningar, skemmtanir og afþreying. Þátttakendur fá auk þess afslátt á ýmsum stöðum, t.d. í sund, á söfn, á ball o.fl. Í dagskrá mótsins eru þessir viðburðir merktir með bláum lit til aðgreiningar. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af þeim fjölmörgu uppákomum sem verða á Landsmótinu.

Blátt þátttökuarmband og aðalarmband veitir afslætti af ákv. vörum, veitingum og miðaverði á eftirtalda viðburði:

Bláfell - Byggðasafnið Glaumbæ - Drangey restaurant - Drangeyjaferðir - Hard Wok - Helluland, Iceland Horse Tours - Hestaferðir, Lýtingsstaðir - Hestaleigan Langhúsum - Kaffi Krókur / KK restaurant - Kakalaskáli  - Matar- og skemmtikvöld með Geirmundi - N1 - Ábær - Pallaball - Puffin and friends - Sauðárkróksbakarí - Sögusetur íslenska hestsins  - The Icelandic Farm Animals - Vesturfarasetrið á Hofsósi - Viking Rafting - Sundlaug Sauðárkróks - Sundlaugin Hofsósi - Sundlaugin Varmahlíð - Sundlaugin í Fljótum.

Skemmtun og stemming

Barnaskemmtun

Boðið er upp á fjölbreytta barnaskemmtun á Landsmótinu. Páll Óskar, Auddi og Steindi stíga á stokk sem og boðið verður upp á hressilegt fimleikafjör. 

 

Hvenær:

Laugardagur 13. júlí

 • kl. 20:00 - 21:00.

 

Hvar:

Við Árskóla. 

 

Fyrirlestrar

Í hádeginu alla mótsdagana verður boðið upp á einn örfyrirlestur um áhugaverð málefni. Upplagt er því að hoppa inn og læra eitthvað alveg nýtt – nú eða dýpka skilning sinn. Á fyrirlestrunum verður boðið upp á heita súpu, þátttakendum að kostnaðarlausu. 

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí kl. 12:15 - 12:45

 • Færni til framtíðar. Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi UMFÍ.

 

Laugardagur 14. júlí kl. 12:15 - 12:45

 • Að setja sér markmið. Sævar Birgisson. Sævar er margverðlaunaður afreksmaður og Ólympíufari.

 

Sunnudagur 15. júlí kl. 12:15 - 12:45

 • Vinaliðar. Guðjón Örn Jóhannsson. Verkefnið er norskt verkefni sem að Árskóli fékk að prófa árið 2012. Verkefnið gekk svo vel að Árskóli ákvað að fá að þýða verkefnið, staðfæra og breiða út boðskapinn á Íslandi. Markmið vinaliðaverkefnisins er að koma í veg fyrir einelti í frímínútum á skólalóðinni og auka hreyfingu og ánægju nemenda. 

 

Hvar: 

Hús Frítímans, Sæmundargötu 7b. 

 

HM veitingatjald

Í tjaldinu verður hægt að setjast niður og horfa á HM í fótbolta. Veitingasala fer jafnframt fram í tjaldinu.  

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 11:00 - 23:00.

Laugardagur

 • kl. 11:00 - 23:00.

Sunnudagur

 • kl. 11:00 - 18:00.

 

Hvar:

Á Flæðunum. 

 

Götupartí

Það er alltaf líf og fjör á föstudagskvöldum á Króknum. Engin undantekning verður á því á Landsmótinu. Heimamenn ætla að slá upp alvöru grill- og tónlistarveislu í miðbænum.  Vertar bæjarins sjáum um matinn bæði úti og inni. Eftir mat stíga landsfrægir tónlistarmenn og skemmtikraftar á stokk. Króksarinn Auðunn Blöndal, vinur hans Steindi og hljómsveitin Albatross halda fjörinu uppi og kynna ýmsa skemmtikrafta til leiks.

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 19:00 - 23:00.

 

Hvar:

Miðbær Sauðárkróks (Yst í gamla bænum).

 

Hópreið hestamanna

Hestamenn verða nýkomnir heim af Landsmóti Hestamanna með fangið fullt að verðlaunum.  Þeir fara hópreið um götur bæjarins í fullum skrúða um hádegisbil á sunnudag.  Sjón er sögu ríkari.

 

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 13:00 - 14:00.

 

Hvar:

Miðbær Sauðárkróks. 

 

Pallaball

Hinn eini sanni Páll Óskar Hjálmtýsson verður með Pallaball í íþróttahúsinu á Sauðárkróki á Landsmótinu. Íþróttahúsið skartar sínu fegursta og allt gert til að skapa frábæra stemmingu. Aðgangseyrir er 3.900kr. en með þátttökuarmbandi 3.000kr. 

 

Hvenær: 

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 23:45 - 03:00.

 

Hvar:

Íþróttahúsið á Sauðárkróki. 

 

Perlað af krafti

Kraftur - félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, tekur þátt á Landsmótinu. Allir eru velkomnir að taka þátt í að perla armbönd til styrktar félaginu - hver veit nema við náum að slá Íslandsmetið sem sett var með Stuðningssveitinni Tólfan í maí. 

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí 

 • kl. 13:00 - 17:00

 

Hvar:

Árskóli. 

 

Ráðstefna

Samhliða Landsmótinu er ráðstefna með bæði innlendum og erlendum fyrirlesurum um málefni sem höfða til allra sem hafa áhuga á lýðheilsu. 

 

Dagskrá:

Af hverju Landsmótið?

Auður Inga Þorsteinsdóttir framkvæmdarstjóri UMFÍ

 

Heilsueflandi samfélag og notkun lýðheilsuvísa

Ingibjörg Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis

 

Á hvern hátt eflum vér best heilsu þjóðar vorrar?

Sunna Gestsdóttir, doktor í Íþrótta- og heilsufræðum við HÍ með áherslu á geðheilbrigði.

Áherslan í fyrirlestrinum verður á hreyfingu og andlega líðan almennings og íþróttafólks auka þess fjallar Sunna um siðferði í íþróttum.

 

Ganga og skokk í 22 ár – mikilvægi hópa.

Árni Stefánsson – Íþróttakennari FNV og einkaþjálfari.  

 

Hvað gerðu danir – hvað gerir heimurinn? Áhrif almenningsíþrótta á samfélagið.

Mogens Kirkeby foseti ISCA (The International Sport and Culture Association) stjórnarmaður DGI.

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 16:00 - 18:00.

Hvar: 

Hús Frítímans.

 

Skemmtikvöld

Gleðin verður við völd á laugardagskvöldinu á Landsmótinu á Sauðárkróki. Slegið verður upp veislu þar sem matur úr skagfirsku matarkistunni kitla bragðlaukana, farið verður með gamanmál og síðan ætlar Geirmundur Valtýsson að sjá um að veislugestir komist í sannkallaða skagfirska sveiflu. Aðgangseyrir er 5.900kr. en með þátttökuarmbandi 4.900kr. 

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 19:30 - 23:00.

Hvar:

Íþróttahús Sauðárkróks. 

 

Matseðill:

Forrréttur:

 • Hægelduð Hólableikja, marineruð í hvönn.
 • Léttsaltaður þorskhnakki með fennel og grænum eplum.
 • Tómat og mossarellasalat með brauði.
 • Grafið hrossafillet með rauðrófu og balsamic gljáa.

Aðalréttur:

 • Jurtakryddað lambalæri.
 • Hægeldað hrossafille.
 • Gljáður hamborgarahryggur.

Meðlæti:

 • Ferskt salat
 • Sætarkartöflur
 • Hvítlaukskryddað kartöflusmælki
 • Ofnbakað grænmeti
 • Villisveppasósa

Eftirréttur:

 • Rabbabarapæ með skyrmús og saltkarmellu

Veislustjórar kvöldins eru Gunnar Sandholt og María Björk Ingvadóttir. 

Ekki láta þetta fram hjá þér fara!

 

Vörusýning

Sérstök sölu- og vörusýning verður á Sauðárkróki samhliða Landsmótinu. Þar verða í boði ýmsar vörur sem tengjast íþróttum, útivist og allskonar hreyfingu.

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 12:00 - 18:00.

Laugardagur

 • kl. 12:00 - 18:00.

Sunnudagur

 • kl. 12:00 - 15:00.

 

Hvar:

Matsal Árskóla.

 

Menning í Skagafirði

Gestir Landsmótsins eru hvattir til þess að njóta menningar samhliða mótinu. í húsinu Gúttó, Skógargötu 11. Í húsinu er að finna Sólon myndlistarfélag og félag myndlistarfólks úr Skagafirði og nágrenni. 

 

Opnunartímar: 

Föstudagur kl. 19:00 - 22:00

Laugardagur kl. 13:00 - 16:00

Sunnudagur kl. 13:00 - 16:00

 

Frítt inn og allir velkomnir. 

 

Sjá hér heimasíðu.