Á Landsmótinu geta mótsgestir nýtt svæði og velli sem verða opin öllum þegar ekki fer fram keppni, kennsla eða kynning. Í dagskrá mótsins eru þessi svæði og greinar merkt með grænum lit til aðgreiningar. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir leiktu þér greinar og nánari upplýsingar um þær. 

 

Leiktu þér greinar mótsins

Bandí

Komdu á bandívöllinn og leiktu þér að vild.

 

Hvenær:

Sunnudagur kl. 10:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við Árskóla. 

 

Brennibolti

Boðið er upp á keppni og kennslu en það má lika fara í brennó hvenær sem er og hvar sem er. Brennó er málið. 

 

Fjallahjólreiðar

Hjólað er á hringbraut sem er á svokölluðum Nöfum ofan við Sauðárkrók. Hjólað er á malarvegi, moldartroðningi og slóða innan um tré og runna. 

Keppni í fjallahjólreiðum verður á sunnudegi en hægt er að leika sér á brautinni bæði á föstudegi og laugardegi. Farið bara varlega!

 

Hvenær:

Föstudag og laugardag

 • kl. 10:00 - 22:00.

 

Hvar:

Nafir / Skógarhlíð. 

 

Fótboltabilljard

Völlurinn er eins og risastórt billjardborð.  Fótboltar eru notaðir í staðinn fyrir kúlur. Boltarnir líta samt út eins og kúlur í billjard. Keppendur nota fæturna til að koma boltunum niður í stað kjuða. Þetta er skemmtilegur leikur og þess virði að prófa.

 

Hvenær:

Föstudagur

 • Kl. 10:00 - 13:00
 • Kl. 14:00 - 16:00
 • Kl. 17:00 - 22:00

Laugardagur

 • Kl. 10:00 - 13:00
 • Kl. 14:00 - 16:00
 • Kl. 17:00 - 22:00

Sunnudagur

 • Kl. 10:00 - 15:00

 

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 

 

Fótbolti 3:3

Keppt á litlum völlum þar sem þrír leikmenn eru í hverju liði. Leikið er eftir sérstöku kerfi þar sem tapliðin flytjast niður um völl en sigurvegarar upp um völl.

 

Hvenær:

Laugardagur kl. 13:00 - 22:00.

 

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 

 

Fótboltapanna

Panna er skemmtilegur leikur fyrir 1:1.  Keppt er á sérstökum átthyrndum battavelli þar sem tækni og trix skipta sköpum.

Hvenær:

Föstudagur

 • Kl. 10:00 - 14:00
 • Kl. 15:00 - 17:00
 • Kl. 18:00 - 22:00

Laugardagur

 • Kl. 10:00 - 14:00
 • Kl. 15:00 - 17:00
 • Kl. 19:00 - 22:00

Sunnudagur

 • Kl. 10:00 - 15:00

 

Hvar:

Sparkvöllur. 

 

Frisbígolf

Frísbígolf er hratt vaxandi grein, bæði hér á landi og erlendis.  Frísbígolfvellir spretta upp víða. Á Sauðárkróki verður keppt á nýjum 9 holu velli í fallegu umhverfi í miðjum bænum. Völlurinn er að sjálfsögðu opinn þegar ekki er verið að keppa á honum svo endilega leiktu þér. 

 

Hvenær:

Föstudagur

 • Kl. 10:00 - 22:00

Laugardagur

 • Kl. 10:00 - 11:00
 • Kl. 16:00 - 22:00

 

Hvar:

Litli skógur.

 

Gönguferðir

Skipulagðar gönguferðir eru í boði á Landsmótinu. Þetta eru skemmtilegar göngur við allra hæfi, miserfiðar þó.

 

Hvenær:

Föstudag, laugardag og sunnudag kl. 13:00 - 14:00.

 

Hvar:

Frá sundlaug Sauðárkróks. 

 

Körfubolti / Streetball

Í götukörfuboltakeppni er keppt utanhúss á glæsilegum velli í hjarta Sauðárkróks. Leikið er 3:3 og á eina körfu. Þegar ekki er verið að keppa á vellinum er tilvalið að leika sér í körfu á þessum frábæra velli. 

 

Hvernær:

Föstudagur

 • Kl. 10:00 - 22:00

Laugardagur

 • Kl. 10:00 - 20:00

Sunnudagur

 • Kl. 10:00 - 15:00  

 

Hvar:

Við Árskóla. 

 

Krolf

Krolf er skemmtilegur leikur sem er blanda af golfi og krokketi. Keppendur nota sérstaka trékylfu til að koma trékúlum í holur á vellinum. Kíktu á völlinn og leiktu þér í krolfi. 

 

 

Mini golf

Við sundlaug Sauðárkróks er minigolfvöllur sem er öllum opinn. Mótsgestir sem vilja spreyta sig geta fengið lánaðar kylfur og kúlur í sundlauginni. 

 

Hvernær:

Föstudag og laugardag

 • Kl. 10:00 - 22:00

Sunnudag

 • Kl. 10:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við sundlaug Sauðárkróks. 

 

Pútt

Leikurinn felst í því að pútta kúlu í holu og leika allan púttvöllinn á sem fæstum höggum. Á Hlíðarendavelli sem er völlur Golfklúbbs Sauðárkróks eru tveir púttvellir sem gestir geta leikið sér á alla helgina. 

 

Hvenær:

Fimmtudag, föstudag og laugardag

 • Kl. 10:00 - 22:00

Sunnudagur

 • Kl. 13:00 - 15:00

 

Hvar:

Hlíðarendavöllur. 

 

Ringó

Ringó er erfiðari leikur en margir halda. Keppnin er yfirleitt haldin innandyra. Nú verður keppt í ringó utandyra. Vellirnir eru eins og blakvellir og verður keppt með sérstökum gúmmíhringjum sem liðin kasta yfir netið og reyna að koma í gólfið/jörðina hjá andstæðingnum.

Það er tilvalið að taka vinina með og prófa þetta!

 

Hvenær:

Föstudagur

 • Kl. 14:00 - 16:00

Laugardagur

 • Kl. 10:00 - 22:00

 

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 

 

Sandhlaup

Sandfjaran við Sauðárkrók er frábær í alla staði. Keppt er í 7km sandhlaupi á laugardeginum en það er alls ekki nauðsynlegt að keppa. Það er ekki síður skemmtilegt að hlaupa í sandinum á eigin forsendum og njóta. Fjörðurinn fallegi og eyjarnar skemma alls ekki fyrir. 

 

Sjósund

Á föstudegi og laugardegi sýnir sjósundskappinn Benedikt Lafleur mótsgestum hvernig á að synda í sjónum og gefur þeim góð ráð sem þora í sjóinn. Eftir það geta mótsgestir leikið sér í sjónum að vild. Allir skulu þá fara varlega og ekki fara einir í sjóinn. 

 

Skokk

Það er hægt að fara út að skokka allan sólarhringinn.  Fjölmargar hlaupaleiðir eru á Króknum, innanbæjar sem við bæjarmörkin.  Reimaðu á þig skóna og farðu út að skokka.

 

Strandblak

Keppt er í strandblaki á Landsmótinu.  Völlurinn er við hlið sundlaugarinnar og þegar ekki er verið að keppa þá er um að gera að leika sér á vellinum.  Við viljum endilega að hann sé nýttur sem best.

 

Hvenær:

Fimmtudagur

 • Kl. 10:00 - 22:00

Föstudagur

 • Kl. 10:00 - 14:00
 • Kl. 19:00 - 22:00

Laugardagur

 • Kl. 19:00 - 22:00

 

Hvar:

Við sundlaug Sauðárkróks. 

 

Strandfótbolti

Búinn verður til sandvöllur á Sauðárkróki fyrir sumarið. Við keppum á vellinum en það er líka hægt að leika sér í strandfótbolta. Strandfótbolti er snilld og eitthvað sem þú ættir að prófa.

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí 

Kl. 10:00 - 22:00.

 

Hvar:

Sandvöllur. 

 

Úrslitaleikur HM í fótbolta

HM í fótbolta stendur sem hæst í Rússlandi.  Úrslitaleikurinn sem hefst kl. 15:00 á sunnudegi mótsins verður sýndur á stórum skjá. Þar er tilvalið að ljúka helginni í góðra vina hópi og hvetja Ísland til sigurs.

 

Útivist

Í boði verða margvísleg útivistarverkefni fyrir mótsgesti. Nánari útfærsla kemur innan skamms. 

 

Hvenær:

Föstudagur og laugardagur

 • Kl. 10:00 - 12:00
 • Kl. 14:00 - 16:00

 

Hvar:

 

Þrautabraut

Við verðum með 50 metrar af ævintýri og skemmtun.  Þetta er uppblásin þrautabraut sem getur verið töluvert kerfjandi.  Þetta verða hinsvegar allir að prófa.

 

Hvenær:

Föstudagur og laugardagur

 • Kl. 12:00 - 18:00

 

Hvar:

Sauðárkróksvöllur / Flæðarnar.