Á Landsmótinu geta mótsgestir nýtt svæði og velli sem verða opin öllum þegar ekki fer fram keppni, kennsla eða kynning. Í dagskrá mótsins eru þessi svæði og greinar merkt með grænum lit til aðgreiningar. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir leiktu þér greinar og nánari upplýsingar um þær. Grænir viðburðir eru opnir fyrir alla. 

 

Leiktu þér greinar mótsins

Bandí

Komdu á bandívöllinn og leiktu þér að vild.

 

Hvenær:

Sunnudagur

 • kl. 10:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við Árskóla. 

 

Fótboltapool

Völlurinn er eins og risastórt billjardborð.  Fótboltar eru notaðir í staðinn fyrir kúlur. Boltarnir líta samt út eins og kúlur í billjard. Keppendur nota fæturna til að koma boltunum niður í stað kjuða. Þetta er skemmtilegur leikur og þess virði að prófa.

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 10:00 - 13:00.
 • kl. 14:00 - 16:00.

Laugardagur

 • kl. 10:00 - 13:00.
 • kl. 14:00 - 16:00.

Sunnudagur

 • kl. 13:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.  

 

Fótbolti 3:3

Í fótbolta 3:3 er spilað á litlum völlum þar sem þrír leikmenn eru í hverju liði. Þegar ekki er verið að keppa er tilvalið að leika sér. 

 

Hvenær:

Laugardagur

 • kl. 13:00 - 19:00.

 

Hvar:

Gervigrasvöllur. 

 

Fótboltapanna

Panna er skemmtilegur leikur fyrir 1:1.  Keppt er á sérstökum átthyrndum battavelli þar sem tækni og trix skipta sköpum.

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 10:00 - 14:00.
 • kl. 15:00 - 17:00.

Laugardagur

 • kl. 10:00 - 14:00.
 • kl. 15:00 - 17:00.

Sunnudagur

 • kl. 13:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.  

 

Frisbígolf

Frisbígolf er hratt vaxandi grein, bæði hér á landi og erlendis. Frisbígolfvellir spretta upp víða. Á Sauðárkróki verður mótsgestum boðið að prófa nýjan 9 holu völl í fallegu umhverfi í miðjum bænum. Völlurinn er að sjálfsögðu opinn þegar ekki er verið að keppa á honum svo endilega leiktu þér. 

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 10:00 - 19:00.

Laugardagur

 • kl. 16:00 - 19:00.

 

Hvar:

Litli Skógur.

 

Gönguferðir

Skipulagðar gönguferðir eru í boði á Landsmótinu. Þetta eru skemmtilegar göngur við allra hæfi, miserfiðar þó.

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 13:00 - 14:00.

Gengið niður á Borgarsand.

Leiðsögumaður: Hjalti Pálsson. 

Laugardagur

 • kl. 13:00 - 14:00

Gengið er upp í Móa og þar verður fluttur fyrirlestur um dvöl Breska herliðsins á Króknum 1940 - 1942. 

Leiðsögumaður: Ágúst Guðmundsson. 

Sunnudagur

 • kl. 13:00 - 14:00

Gengið verður um gamla bæinn.

Leiðsögumaður: Sigrún Fossberg. 

 

Hvar:

Upphafsstaður allra ferðanna er við sundlaugina.  

 

Körfubolti / Streetball

Í götukörfuboltakeppni er keppt utanhúss á glæsilegum velli í hjarta Sauðárkróks. Leikið er 3:3 og á eina körfu. Þegar ekki er verið að keppa á vellinum er tilvalið að leika sér í körfu á þessum frábæra velli. 

 

Hvernær:

Föstudagur

 • kl. 10:00 - 19:00.

Laugardagur

 • kl. 10:00 - 19:00.

Sunnudagur

 • kl. 13:00 - 15:00.  

 

Hvar:

Við Árskóla. 

 

Leikja og þrautagarður

Við HM veitingatjaldið á Flæðunum er leikja og þrautagarður sem er öllum opinn. 

Í boði er meðal annars stultur, pokahlaup, ringó, kubb, bandí og fleira skemmtilegt.

Mótsgestir sem vilja spreyta sig á hinum ýmu leikjum og þrautum geta prófað.

 

Hvenær:

Föstudag. laugardag og sunnudag.

 • kl. 12:00 - 19:00.

Sunnudagur

 • kl. 12:00 - 15:00.

 

Hvar: 

Á Flæðunum. 

 

Mini golf

Við sundlaug Sauðárkróks er minigolfvöllur sem er öllum opinn. Mótsgestir sem vilja spreyta sig geta fengið lánaðar kylfur og kúlur í sundlauginni. 

 

Hvernær:

Föstudag og laugardag

 • kl. 10:00 - 19:00.

Sunnudag

 • kl. 10:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við sundlaug Sauðárkróks. 

 

Pútt

Leikurinn felst í því að pútta kúlu í holu og leika allan púttvöllinn á sem fæstum höggum. Á Hlíðarendavelli sem er völlur Golfklúbbs Sauðárkróks eru tveir púttvellir sem gestir geta leikið sér á alla helgina. 

 

Hvenær:

Fimmtudag, föstudag og laugardag

 • kl. 10:00 - 19:00.

Sunnudagur

 • kl. 14:00 - 16:00.

 

Hvar:

Hlíðarendavöllur. 

 

Ringó

Ringó er erfiðari leikur en margir halda. Keppnin er yfirleitt haldin innandyra. Nú verður keppt í ringó utandyra. Vellirnir eru eins og blakvellir og verður keppt með sérstökum gúmmíhringjum sem liðin kasta yfir netið og reyna að koma í gólfið/jörðina hjá andstæðingnum.

Það er tilvalið að taka vinina með og prófa þetta!

 

Hvenær:

Laugardagur

 • kl. 13:00 - 15:00.

 

Hvar:

Við Árskóla. 

 

Strandblak

Keppt er í strandblaki á Landsmótinu.  Völlurinn er við hlið sundlaugarinnar og þegar ekki er verið að keppa þá er um að gera að leika sér á vellinum.  Við viljum endilega að hann sé nýttur sem best.

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 10:00 - 12:00.

Laugardagur

 • kl. 19:00 - 22:00.

 

Hvar:

Við sundlaug Sauðárkróks. 

 

Strandfótbolti

Búinn verður til sandvöllur á Sauðárkróki fyrir sumarið. Við keppum á vellinum en það er líka hægt að leika sér í strandfótbolta. Strandfótbolti er snilld og eitthvað sem þú ættir að prófa.

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí 

 • kl. 13:00 - 19:00.

 

Hvar:

Sandvöllur við sundlaug.

 

Úrslitaleikur HM í fótbolta

HM í fótbolta stendur sem hæst í Rússlandi. Úrslitaleikurinn sem hefst kl. 15:00 á sunnudegi mótsins verður sýndur á stórum skjá. Þar er tilvalið að ljúka helginni í góðra vina hópi og hvetja sitt land til sigurs.

 

Hvenær:

Sunnudagur

 • kl. 15:00.

 

Hvar:

HM veitingatjald á Flæðunum.

 

Þrautabraut

Við verðum með 50 metrar af ævintýri og skemmtun. Þetta er uppblásin þrautabraut sem getur verið töluvert kerfjandi. Þetta verða hinsvegar allir að prófa.

 

Hvenær:

Föstudagur og laugardagur

 • kl. 12:00 - 18:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.