Á Landsmótinu geta mótsgestir valið úr yfir 30 ólíkra keppnisgreina. Úrvalið er fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Keppnisgreinar mótsins eru merktar gular í dagskrá mótsins. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir keppnisgreinar mótsins og nánari upplýsingar um þær. Til að taka þátt þarf þátttökuarmband. 

 

Keppnisgreinar mótsins

Bandí

Skemmtilegur leikur tveggja liða á battavelli. Leikurinn gengur út á að leikmenn komi litlum bolta í mark andstæðingsins með kylfu.

Hvenær: 

Laugardagur 14. júlí.

 • kl. 13:00 - 18:00.

Hvar: 

Við Árskóla. 

Upplýsingar: 

Blandaður kynjaflokkur 18 ára og eldri.

Reglur:

 • Ekki má sveifla kylfu upp fyrir mjöðm.
 • Ekki má spila kúlu með hendi eða haus.
 • Ekki má spila kúlu á lofti ofan hnés með kylfu. Aðeins taka á líkamspart annan en haus eða hendi.
 • Ekki má fara með kylfu milli fóta andstæðings.
 • Ekki má fara með kylfu í andstæðing eða kylfu hans. Einungis beint í bandíkúluna.
 • Ekki má beita höndum á eða hrinda andstæðing. Aðeins öxl í öxl upp að eðlilegum mörkum.

Hámarksfjöldi í liði er 6 leikmenn. Þar af eru 3 inná í einu.

Leikið verður í tveimur 4 liða riðlum.

Leiktími er 10 mínútur.

Fyrir sigur eru 3 stig. Fyrir jafntefli er 1 stig.

Verði lið jöfn að stigum í riðli gildir innbyrðisviðureign. Því næst hlutkesti. Markatala telur ekki til röðunar.

Öll lið fara í úrslit. Fjögur neðstu lið í riðlunum spila um sæti 5-8 og fjögur efstu spila um sæti 1-4.

Í úrslitakeppni verður vítakeppni ef hefðbundinn leiktími dugar ekki til. Hvort lið fær 3 víti. Ef úrslit liggja ekki fyrir að þeim loknum verður hlutkesti notað til að úrskurða sigurvegara.


Biathlon

Þessi grein er eins skíðaskotfimi nema við sleppum skíðunum. Þess í stað hlaupa keppendur ákveðna vegalengd, skjóta síðan af sérstökum riffli í mark og spretta úr spori á ný. Ef keppendur missa marks þurfa þeir að hlaupa sérstakan refsihring.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 13:00 - 18:00.

Hvar:

Sunnan við verknámshúsið. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 39 ára
 • Karlar 40 ára og eldri
 • Konur 18 - 39 ára
 • Konur 40 ára og eldri

Fyrirkomulag:

Hlaupinn er 800m hringur. Komið er að skotstöð þar sem keppendum er vísað á riffla sem liggja í portum merktum 1 til 8. Keppendur fá 5 tilraunir til að hitta fimm skotmörk. Fyrir hvert skot sem geigar skal hlaupa 35m refsihring áður en 800m hringurinn er hlaupinn aftur. Farnar eru fjórar umferðir. Skotið er úr 10m fjarlægð. Einstaklings ræsing með 30 sek. millibili. (Gæti breyst, fer eftir þátttöku).

 

Boccia

Liðakeppni þar sem keppendur kasta sérstökum bolta. Þátttakendur í boccía þurfa að hafa augun á boltanum, einbeita sér og virkja útsjónarsemina.

Hvenær: 

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 09:00 - 17:00.

 

Hvar:

Íþróttahús. 

 

Upplýsingar:

Smelltu hér til að skoða ráslista. 

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri.

Sveitakeppni. Þrír skipa sveit og það má hafa einn varamann.

Í hverjum riðli eru fjögur/fimm lið, þar sem allir leika við alla.

Efsta sveitin í hverjum riðli kemst í úrslitakeppnina.   

 

Bogfimi

Keppni þar sem skotið er af keppnisboga í skotskífu.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 15:00 - 18:00.

Hvar: 

Flæðarnar. 

Upplýsingar: 

Alursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Keppt er með sveigbogum.

12 mtr.

Bogar verða til staðar fyrir keppendur.

 

Brennibolti

Margir þekkja brennibolta síðan úr grunnskóla. Þarna keppa tvö fimm manna lið um að kasta bolta í mótherja sinn og keppast við að koma honum sem fyrst af velli.

Hvenær: 

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 16:00 - 19:00.

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Konur 18 ára og eldri
 • Karlar 18 ára og eldri

Smelltu hér til að sjá mynd af vellinum og reglur.  

 

Bridds

Bridds er sagnaspil sem spilað er með venjulegum 52 spila spilastokk. Briddskeppni hefur verið afar fjölmenn á Landsmótunum í gegnum tíðina.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 10:00 - 19:00.

Hvar:

Árskóli / Þekjan. 

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur, 18  ára og eldri.

Monrad

4 – 6 skipa hverja sveit.

7 umferðir.

8 spila í hverjum leik.

 

Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar.

 

CrossFit

Hvað:

Kefjandi einstaklingskeppni sem CrossFit 550 stöðin á Sauðárkróki stendur fyrir á Landsmótinu. Þar takast keppendur á við erfiðar og fjölbreyttar þrautir og áskoranir. 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 09:00 - 13:00

Hvar:

Reiðhöllin

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 39 ára
 • Konur 18 - 39 ára
 • Karlar 40 - 49 ára
 • Konur 40 - 49 ára
 • Karlar 50 - 59 ára
 • Konur 50 - 59 ára
 • Karlar 60 - 69 ára
 • Konur 60 - 69 ára
 • Karlar 70 ára og eldri
 • Konur 70 ára og eldri

Fyrirkomulag:

Keppt verður í  5 aldursflokkum. Þrjú Wod verða í hverjum flokki. Wodin eru sett upp á ákveðinn hátt (RX) en ef keppandi telur sig ekki ráða við einhverja æfingu þá verður að sjálfsögðu boðið upp á skölun. ATH að sá sem skalar getur ekki unnið þann sem skalar ekki þrátt fyrir að ná hærra skori í wodi.

 

RX WOD

 

WOD 1

AMRAP 7 mín

16kcal róður

12 Dumbell snatch (22,5/15kg)

8 Burpee box jump over (60/45)

 

WOD 2

7 mín complex

3 Deadlift

2 Hang squat clean

1 Sholder to overhead

 

WOD 3 

Chipper

50 Shoulder to overhead (50/35kg)

50 Sit ups

50kcal Assult bike

50 DB step overs (22,5/15kg)

50 DB FR/OH framstig /22,5/15kg)

Útfærslur á skölunum koma innan tíðar. 

 

Fjallahjólreiðar

Hjólað er á hringbraut sem er í Skógarhlíð fyrir ofan Sauðárkrók. 

Hjólað er á malarvegi, moldartroðningi og slóða innan um tré og runna.

Hvenær:

Sunnudagur

 • kl. 12:00 - 14:00

Hvar:

Skógarhlíð. 

Mæting er kl. 11:00 við Golfskálann þar verða gögn afhent. 

Upplýsingar: 

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 49 ára
 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 18 - 49 ára
 • Konur 50 ára og eldri

Hjólaður er 4km hringur. 

Smelltu hér til að skoða mynd af hringnum. 

 

Fótboltapanna

Panna er skemmtilegur leikur fyrir 1:1.  Keppt er á sérstökum átthyrndum battavelli þar sem tækni og trix skipta sköpum.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 17:00 - 19:00.

Hvar:

Við Árskóla

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Fyrirkomulag:

Leikið er á átthyrndum battavelli.

Leikið er 1:1

Leikmaður ver sitt mark og skorar í mark andstæðingsins.

Hvert mark telur.

Leiktími er 2 mín.

Ef það er jafnt að loknum leiktíma er spilað þar til skorað er.

Leikurinn getur unnist með því að koma boltanum á milli fóta andstæðingsins (panna) og viðkomandi komi fyrstur við boltann eða skori beint mark.

Leikmaður sem sparkar bolta beint út af vellinum tapar leiknum.

 

Fótbolti 3:3

Keppt á litlum völlum þar sem þrír leikmenn eru í hverju liði. Leikið er eftir sérstöku kerfi þar sem tapliðin flytjast niður um völl en sigurvegarar upp um völl.

Hvenær: 

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 12:00 - 15:00.

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 49 ára
 • Konur 50 ára og eldri

3 leikmenn í liði.

Leikið á litlum völlum með lítil mörk.

Leiktími áætlaður 1x8 mín.

 

Frisbígolf

Hvað:

Frisbígolf er hratt vaxandi grein, bæði hér á landi og erlendis.  Frísbígolfvellir spretta upp víða. Á Sauðárkróki verður keppt á nýjum 9 holu velli í fallegu umhverfi í miðjum bænum.

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 11:00 - 13:00

Aldursflokkar:

 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 50 ára og eldri

Sunnudagur 15. júlí

Kl. 13:00 - 15:00

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 49 ára
 • Konur 18 - 49 ára

Hvar:

Litli Skógur. 

Upplýsingar:

Spilaðar eru 2 x 9 holur.

 

Frjálsar íþróttir

Hvað: 

Á Landsmótinu verður hefðbundin frjálsíþróttakeppni fyrir 50 ára og eldri. Þar má sjá ótrúleg tilþrif og ástæða að hvetja til þátttöku.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 16:00 - 19:00.

Tímaseðill:

Smelltu hér til að skoða tímaseðil mótsins fyrir 50+. 

Upplýsingar: 

Aldursflokkar:

 • Karlar 50 - 59 ára
 • Karlar 60 - 69 ára
 • Karlar 70 - 79 ára
 • Karlar 80 og eldri
 • Konur 50 - 59 ára
 • Konur 60 - 69 ára
 • Konur 70 - 79 ára
 • Konur 80 ára og eldri

 Greinar:

 • 100 m hlaup
 • 800 m hlaup
 • langstökk
 • kúluvarp
 • spjótkast
 • stangarstökk
 • lóðakast

Keppnisgreinar og þyngdir keppnisáhalda eftir kyni.

 

 Karlar

 Konur

Karlar

Konur

Karlar

Konur

Karlar

Konur

Aldur (ár)

 Stangarstökk  X

Kúla

Kúla

 Lóðakast

Lóðakast 

Spjót

Spjót

50 - 59

 

X

6 kg

3 kg

7,26kg

7,26kg

700 g

500 g

60 -69

 

X

5 kg

3 kg

7,26kg

5,45kg

600 g

400 g

70 - 79

 

X

4 kg

3 kg

7,26kg

5,45kg

500 g

400 g

80+

 

X

3 kg

3 kg

5,45

5,45kg

400 g

400 g

Meistaramót Íslands

Frjálsíþróttasamband Íslands heldur Meistaramótið sitt á Sauðárkróki á sama tíma og Landsmótið. Meistaramótið verður því sannkallað stórmót með stjörnunum okkar og ástæða til að fylgjast vel með.

Hvenær:

Laugardagur og sunnudagur 14. - 15. júli kl. 10:00 - 16:00

Ath öll skráning á MÍ fer í gegnum FRÍ.

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 


Glíma

Glíma er þjóðaríþrótt Íslendinga. Glímukeppni hefur fylgt Landsmótunum í áraraðir og verður hún höfð í hávegum nú.

Hvenær: 

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 12:00 - 14:00.

Hvar:

Íþróttahúsið. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Keppt verður eftir lögum og reglugerðum Glímusambands Íslands um hópglímu, þar sem allir glíma við alla.

 

Golf

Keppni í golfi fer fram á Hlíðarendavelli við Sauðárkrók. Völlurinn er afar skemmtilegur 9 holu völlur og í svolítið krefjandi en fallegu landslagi.  Opið mót er á föstudag, 50 ára og eldri keppa á laugardag  og er svo aðalmót helgarinnar á sunnudag.

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

Opið mót hjá Golfklúbbi Sauðárkróks

Armband gildir ekki.  

Sjá nánar hér. 

 

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 09:00-15:00

Konur 50 - 64 ára

Konur 65 ára og eldri

Karlar 50-69 ára

Karlar 70 ára og eldri

Sjá nánar hér. 

 

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 09:00 – 15:00

Konur 18 ára og eldri.

Karlar 18 ára og eldri.

Sjá nánar hér. 

 

Hvar:

Hlíðarendavöllur.

 

Upplýsingar: 

Keppnisfyrirkomulag: 18 holu punktakeppni, með og án forgjafar. 

Ræst verður út samtímis kl. 09:00 á öllum teigum. Keppendur þurfa að mæta við golfskálann kl. 8:30 til að fá upplýsingar um byrjunarteig o.fl.

Hámarks leikforgjöf veitt: Karlar 24 - Konur 28.

Hingað til hefur ekki tíðkast að hafa landsmótskeppnir með forgjöf en við breytum því núna. Þetta fyrirkomulag höfðar frekar til hins „venjulega“ kylfings heldur en miskunnarlaus höggleikur.

Þeir sem eru ekki í golfklúbbi hafa ekki forgjöf og geta ekki keppt til verðlauna í forgjafarkeppninni. Allir geta þó tekið þátt þar sem engar skorður eru settar í keppni án forgjafar.

Sjá frekari upplýsingar hér. 


Götuhjólreiðar

Boðið er uppá hressilegar götuhjólreiðar á Landsmótinu. Ræst er snemma á laugardagsmorgni frá Sauðárkróki og hjólað til Varmahlíðar. Þar er beygt til vinstri inn á þjóðveg 1 og hjólað á honum í 5 km.  Þá er beygt til norðurs og hjólað út Blönduhlíð og síðan til Sauðárkróks. Leiðin er 65 km löng.

Hvenær: 

Laugardagur 14. júlí

 • Ræst er kl. 07:30 við Vegagerðina, Sauðárkróksbraut. Engin tímamörk eru á greininni. Endamark er við Slökkvistöðina, Sæmundargötu. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 39 ára
 • Karlar 40 - 49 ára
 • Karlar 50 - 59 ára
 • Karlar 60 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 39 ára
 • Konur 40 - 49 ára
 • Konur 50 - 59 ára
 • Konur 60 ára og eldri

Hjólaður er svokallaður Blönduhlíðarhringur sem er 65 km. langur.

Smelltu hér til að sjá mynd af hringnum. 

Smelltu hér til að sjá minni mynd af hringnum. 

Verðlaunaafhending verður kl. 12.00 í mötuneytinu í Árskóla.

 

Götuhlaup

Keppt er í 10 km götuhlaupi á föstudagskvöldið. Hlaupið er á götum bæjarins og í nágrenni hans. 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 18:00 - 20:00

Hvar:

Frá sundlauginni.

Smelltu hér til að sjá mynd af hlaupaleiðinni.  

Upplýsingar: 

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 49 ára
 • Konur 50 ára og eldri

Vegalengd er 10 km.

Hlaupið er á malbiki og er brautin lokuð öðrum.

Hlaupið er vottað.

 

Hjólaskíðaganga

Keppt er í hjólaskíðagöngu í fyrsta sinn á Landsmóti. Þetta er sprettganga á götum bæjarins. Það verður gaman að fylgjast með þátttakendum spretta úr spori við nýjar og skemmtilegar aðstæður í brakandi sól. 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 13:00 - 15:00

Hvar:

Skagfirðingabraut. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Sprettganga

Vegalengdin er 100m.

 

Körfubolti / Streetball

Í götukörfuboltakeppni er keppt utanhúss á glæsilegum velli í hjarta Sauðárkróks. Leikið er 3:3 og á eina körfu.   

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 20:00 - 23:00

Hvar:

Við Árskóla. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 49 ára
 • Konur 50 ára og eldri

Leikið er á utanhúss á plastvelli.

Leikið er á eina körfu.

Leikið er þrír leikmenn gegn þremur.

Að hámarki fimm leikmenn eru í hverju liði en þrír inná í einu.

Áætlaður leiktími er 1x8 mín.

 

Körfubolti 3:3

Körfuboltakeppni innanhúss, þar sem keppt er 3:3 á eina körfu. 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 10:00 - 15:00

Hvar:

Íþróttahús. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 49 ára
 • Konur 50 ára og eldri

Leikið er á eina körfu, þrír leikmenn á móti þremur.

Hámarksfjöldi leikmanna í hverju liði er fimm.

Áætlaður leiktími er 1x8 mín.

 

Línudans

Línudans er frábær skemmtun með skemmtilegri tónlist. Heilmikil hreyfing og engin þörf á dansfélaga.

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 19:00 - 20:00.

Hvar:

Íþróttahús. 

Upplýsingar:

Einn kynjaflokkur, 50 ára og eldri.

Keppni í línudönsum er hópakeppni.

Hópur telst 5 einstaklingar eða fleiri.

Ekki er gert ráð fyrir að þurfi að takmarka stærð hópa en mótshaldara er heimilað setja reglur í þessu efni.

Keppt skal í tveimur dönsum að eigin vali.

Dansarnir þurfa að vera skráðir á viðurkenndu formi ef þess er óskað.

Dansað skal að hámarki 2 mínútur í hvorum dansi.

Tónlist  liðanna þarf að berast sérgreinastjóra eigi síðar en kl. 18 á keppnisdegi.

Dómar skulu vera þrír og hafa gott sjónarhorn yfir dansgólfið. 

Gefin eru stig fyrir átta atriði sem eru að finna á dómaraeyðublöðum.               

Að stigagjöf lokinni skulu dómarar afhenda keppnisstjóra gögnin.

Keppnisstjóri fer yfir gögnin í viðurvist liðstjóra hópanna.

Hendur keppenda mega ekki snerta gólf.

Spörk mega ekki fara yfir mjaðmahæð.

Gæta skal hófs í klæðnaði þ.e.a.s. keppnisfatnaður þarf að vera samstæður og snyrtilegur, með eða án hatta.

 

Metabolic

Metabolic er fjölbreytt og skemmtileg hópþjálfun fyrir þá sem vilja komast í frábært form.

ATH að það þarf að skrá sig sérstaklega í einstaklings, para- og liðakeppnina. 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 17:00 - 19:00.

Hvar:

Gervigrasvöllur.  

Upplýsingar:

Einstaklingskeppni:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Parakeppni:

Einn karl og ein kona, saman sem par.  (ekki tveir karlar en tvær konur er leyfilegt).

Liðakeppni:

Fjórir saman í liði og val hvernig kynjaskipting er í liðinu.

Brautin samanstendur af 8 - 10 æfingum.

Í einstaklingskeppni gerir hver og einn allar æfingarnar.

Í parakeppni gerir parið til skiptis, þ.e. æfingar á stöð 1-3-5-7 og hinn aðilinn þá á stöð 2-4-6-8.

Í liðakeppninni er hver keppandi að taka tvær stöðvar á mann. Og frjálst hvernig því er skipt á milli keppenda.

 

Ólympískar lyftingar

Ólympískar lyftingar skiptast í Jafnhendingu og Snörun. Sigur í ólympískum lyftingum felst í samanlögðum árangri í þessum tveimur greinum.

Hvenær: 

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 11:00 - 14:00

Hvar:

Reiðhöllin 

Upplýsingar:

Keppt er í einum aldursflokki.

 • Karlar 18 ára og eldri.
 • Konur 18 ára og eldri. 

Keppendum er skipt upp í flokka eftir þyngd. Sjá hér fyrir neðan

Þyngdarflokkar karla

 • -56kg flokkur
 • -62kg flokkur
 • -69kg flokkur
 • -77kg flokkur
 • -85kg flokkur
 • -94kg flokkur
 • -105kg flokkur
 • +105kg flokkur

Þyngdarflokkar kvenna

 • -48kg flokkur
 • -53kg flokkur
 • -59kg flokkur
 • -63kg flokkur
 • -69kg flokkur
 • -75kg flokkur
 • -90kg flokkur
 • +90kg flokkur

 

Pútt

Leikurinn felst í því að pútta kúlu í holu og leika allan púttvöllinn á sem fæstum höggum.

Þátttakendur hafa til kl. 17:00 föstudaginn 13. júlí til þess að tilkynna lið. 

Smelltu hér til þess að skoða ráslista.

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 09:30 - 13:30.

Hvar:

Hlíðarendavöllur. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Konur: 50 til 64 ára
 • Konur: 65 ára og eldri
 • Karlar: 50 til 69 ára
 • Karlar: 70 ára og eldri

Leiknar verða tvisvar sinnum átján holur.

Í liðakeppni telur hver sveit 4 leikmenn og þrjú bestu skorin telja. 

 

Pönnukökubakstur

Keppni í pönnukökubakstri er þekkt um allt land. Áhorfendur koma víða að til að fylgjast með keppni í pönnukökubakstri. Margir ferðast líka langan veg til að taka þátt í keppninni. Miklar kröfur eru gerðar til pönnukökunnar í keppninni á Landsmótinu.  

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 15:00 - 17:00.

Hvar:

Í Árskóla.  

Upplýsingar:

 • Einn kynjaflokkur 18 - 49 ára
 • Einn kynjaflokkur 50 ára og eldri

Einstaklingskeppni.

Smelltu hér til að sjá reglur í greininni. 

 

Ringó

Ringó er frábær og skemmtilegur leikur. Þar er keppt með sérstökum gúmmíhringjum sem liðin kasta yfir blaknet. Markmið leiksins er að koma hringnum í gólfið/jörðina hjá andstæðingnum.

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 17:00 - 19:00.

Hvar:

Íþróttahús 

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur 50 ára og eldri.

Reglur: 

 • Tvö lið spila hvort á móti öðru. Fjöldi í liði eru sjö leikmenn að hámarki og fjórir spila inná í einu.
 • Spilað er á blakvelli.
 • Spilað er með 2 hringi.
 • Gefið er merki og bæði lið gefa upp samtímis frá baklínu.
 • Þeir tveir sem gefa upp gefa sjálfir hvor öðrum merki.
 • Hver leikmaður gefur upp þrisvar sinnum.
 • Síðan færa leikmenn sig um eina stöðu samtímis báðum megin, réttsælis.
 • Hringnum skal kasta lárétt.
 • Ef hringnum er kastað lóðrétt eða hann „flaskar‘‘ er hringurinn dauður.
 • Lið getur fengið tvö stig þegar báðir hringir liggja á velli mótspilara, eitt stig þegar það er einn hringur á báðum völlum.
 • Hringinn má aðeins grípa með annarri hendi, ef báðar hendur snerta hringinn er hann dauður.
 • Það er almennt ekki leyft að spila saman.
 • Það mega líða að hámarki 3 sek. áður en hringnum er spilað (kastað).
 • Ekki er leyfilegt að ganga með hringinn í hendi.
 • Tveir leikir er spilaðir upp í 15, með minnst tveggja stiga mismun.
 • Ef tvö eða fleiri lið eru jöfn að stigum:

    1. Fjöldi skoraðra stiga

    2. Stigamismunur.

 

Sandhlaup

Keppt er í 7 km sandhlaupi í sandfjörunni við Sauðárkrók. Sandhlaup er talsvert frábrugðið því að hlaupa á götu eða grasi. Um miðjan dag á laugardegi er háfjara og þá sprettum við úr spori í sandinum.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 15:00 - 16:00

Hvar:

Niðrá strönd.

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri. 
 • Konur 18 ára og eldri. 

Vegalengd er 7.0 km. löng.

Hlaupið á sandströnd (á háfjöru)

Lagt af stað þar sem ströndin hefst og hlaupið til austurs að Vatnabrú.  Þar er snúið við og hlaupið sömu leið til baka.

 

 

Skák

Skák sem sumir kalla tafl er borðspil þar sem tveir leikmenn spila með 32 taflmönnum á taflborði. Oftar en ekki kemur upp flókin staða sem krefst þess að brýr þyngjast og aðrir klóra sér í hausnum.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 13:00 - 18:00

Hvar:

Árskóli. 

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur 18 ára og eldri.

Tefldar verða 5 umferðir.

Atskákir 25 mín. eftir Monradkerfi.

 

Skotfimi

Skotfimi er frábær grein þar sem reynir á einbeitingu og þolinmæði. Þeir allra stressuðu geta líka prófað að hitta í mark.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 09:00 - 17:00.

Hvar:

Skotsvæði Ósmanns. 

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur 18 ára og eldri

Riffill BR 50 22 kal.
Sjá nánar hér. 

Haglabyssa, skeet.

Sjá nánar hér. 

Reglur STÍ.

 

Stígvélakast

Allir sem hafa komið á Landsmót UMFÍ 50+ þekkja keppni í stígvélakast og hafa sagt þeim frá sem ekki hafa komist á mótið – nú eða bíða eftir því að komast á sextugsaldurinn. Stígvélakastið sameinar á skemmtilegan hátt kraft, tækni og gleði. Keppnin er einföld en sá sigrar sem kastar stígvéli lengst.

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 13:00 - 15:00.

Hvar:

Við Árskóla.  

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Karlar 50 - 69 ára
 • Karlar 70 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 49 ára
 • Konur 50 - 69 ára
 • Konur 70 ára og eldri

Reglur:

 • Kastað er frá kastlínu og aftur fyrir sig.
 • Hver keppandi fær tvær tilraunir.
 • Mælt er frá kastlínu og þar sem stígvél stöðvast, aftasti punktur.
 • Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin.
 • Keppt verður með Nokia stígvélum.  Nr. 43 í karlaflokki og 39 í kvennaflokki.
 • Öll notkun hjálparefna, t.d. sleipiefna eða harpix er stranglega bönnuð.

 

Strandblak

Gríðarlega vinsæl grein og ört stækkandi. Keppt er í strandblaki á Landsmótinu í blönduðum liðum. Í hverju liði er tveir leikmenn; tvær konur eða karl og kona. Tveir karlmenn geta ekki verið saman í liði... En svona er það bara.  

 

Hvenær:

Laugardagur 13. júlí

 • kl. 10:00 - 13:00 18 - 29 ára
 • kl. 13:00 - 16:00 30 - 49 ára
 • kl. 16:00 - 19:00 50 ára og eldri. 

 

 

Hvar:

Við sundlaug Sauðárkróks.

 

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur:

 • 18 - 29 ára
 • 30 - 49 ára
 • 50+ 

Blönduð lið.  

Í liði mega vera 3 leikmenn en þó spila einungis 2 leikmenn hvern leik.

Í hverju liði mega vera; Tvær konur.  Ein kona og einn karl (ekki tveir karlar).

Leiktíminn er 8 mín. eða upp í 15 stig.

 

Strandfótbolti

Keppni í strandfótbolta er víða vinsæl. Búinn verður til sandvöllur á Sauðárkróki fyrir sumarið. Þetta er liðakeppni og ekkert nema taumlaus gleði í sólinni og góða veðrinu.

Hvenær:

Föstudagur 12. júlí

 • kl. 14:00 - 16:00.

Hvar:

Sandvöllur við sundlaug

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Að hámarki eru sex leikmenn í hverju liði en fjórir inná vellinum í einu.

Mörk eru eins og handboltamörk að stærð.

Áætlaður leiktími er 1x8 mín.

 

Strandhandbolti

Hraður og skemmtilegur leikur á sandvelli. Handbolti með skemmtilegu ívafi sem allir eiga eftir að hafa gaman af og rifja upp taktana löngu eftir að leik lýkur.

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 11:00 - 12:00.

Hvar:

Sandvöllur. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

 Keppt er í 5 manna liðum. 

Sund

Sundkeppni er fyrir 50 ára og eldri í 25 m Sundlaug Sauðárkróks. Í boði eru fjölmargar keppnisgreinar.

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 12:00 - 15:00.

Smelltu hér til að skoða ráslista. 

Hvar:

Sundlaug Sauðárkróks. 

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 50 - 59 ára
 • Karlar 60 - 69 ára
 • Karlar 70 - 79 ára
 • Karlar 80 ára og eldri
 • Konur 50 - 59 ára
 • Konur 60 - 69 ára
 • Konur 70 - 79 ára
 • Konur 80 ára og eldri

Keppnisgreinar

 • 50m bringusund
 • 100m bringusund
 • 50m skriðsund
 • 100m skriðsund
 • 50m baksund
 • 100m fjórsund

Keppt er eftir reglum SSÍ.

 

Tímataka í frjálsri aðferð

Öllum 18 ára og eldri gefst kostur á að mæta og láta taka tímann af sér í 100m frjálsri aðferð. Tilvalið tækifæri til þess að láta sunddrauminn rætast! 

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 10:00 - 11:00

Hvar:

Sundlaug Sauðárkróks

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Konur 18 - 29 ára
 • konur 30 - 49 ára

100m frjáls aðferð

 

Þrautabraut

Hefur þú stundum horft á uppblásnu þrautabrautirnar og kastalana og dreymt um að taka þátt? Þú getur það á Landsmótinu.

Þrautabrautin á Landsmótinu eru 50 metrar af ævintýri og skemmtun fyrir fullorðið fólk.

Þrautabrautin er eitthvað sem allir verða að prófa. 

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 12:00 - 13:00.

Hvar:

Við Árskóla.

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 29 ára
 • Karlar 30 - 49 ára
 • Karlar 50 ára og eldri
 • Konur 18 - 29 ára
 • Konur 30 - 49 ára
 • Konur 50 ára og eldri

Keppt er á 50m. uppblásinni braut.

Sá sigrar sem kemst brautina á bestum tíma.