Í Íþróttaveislu UMFÍ geta þátttakendur valið milli um 30 ólíkra keppnisgreina. Úrvalið er fjölbreytt og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir keppnisgreinar mótsins . Unnið er að nánari upplýsingum um hverja grein og koma þær innan tíðar.  

 

Keppnisgreinar 2021

Bandý

Skemmtilegur leikur tveggja liða á battavelli. Leikurinn gengur út á að leikmenn komi litlum bolta í mark andstæðingsins með kylfu.

Hvenær:

Hvar: 

Upplýsingar: 

Blandaður kynjaflokkur 18 ára og eldri.

Reglur:

 • Ekki má sveifla kylfu upp fyrir mjöðm.
 • Ekki má spila kúlu með hendi eða haus.
 • Ekki má spila kúlu á lofti ofan hnés með kylfu. Aðeins taka á líkamspart annan en haus eða hendi.
 • Ekki má fara með kylfu milli fóta andstæðings.
 • Ekki má fara með kylfu í andstæðing eða kylfu hans. Einungis beint í bandíkúluna.
 • Ekki má beita höndum á eða hrinda andstæðing. Aðeins öxl í öxl upp að eðlilegum mörkum.

Hámarksfjöldi í liði er 6 leikmenn. Þar af eru 3 inná í einu.

Leikið verður í tveimur 4 liða riðlum.

Leiktími er 10 mínútur.

Fyrir sigur eru 3 stig. Fyrir jafntefli er 1 stig.

Verði lið jöfn að stigum í riðli gildir innbyrðisviðureign. Því næst hlutkesti. Markatala telur ekki til röðunar.

Öll lið fara í úrslit. Fjögur neðstu lið í riðlunum spila um sæti 5-8 og fjögur efstu spila um sæti 1-4.

Í úrslitakeppni verður vítakeppni ef hefðbundinn leiktími dugar ekki til. Hvort lið fær 3 víti. Ef úrslit liggja ekki fyrir að þeim loknum verður hlutkesti notað til að úrskurða sigurvegara.

Biathlon

Þessi grein er eins skíðaskotfimi nema við sleppum skíðunum. Þess í stað hlaupa keppendur ákveðna vegalengd, skjóta síðan af sérstökum riffli í mark og spretta úr spori á ný. Ef keppendur missa marks þurfa þeir að hlaupa sérstakan refsihring.

Hvenær:

Laugardagur 27. júní 2020.

Hvar:

Kópavogsdalur.

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri. 
 • Karlar 18 ára og eldri. 

Fyrirkomulag:

Hlaupinn er 1.000m hringur. Komið er að skotstöð þar sem keppendum er vísað á riffla sem liggja í portum merktum 1 til 10. Keppendur fá 5 tilraunir til að hitta fimm skotmörk. Fyrir hvert skot sem geigar skal hlaupa 50m refsihring áður en 1.000m hringurinn er hlaupinn aftur. Farnar eru fjórar umferðir. Skotið er úr 12m fjarlægð. Einstaklings ræsing með 30 sek. millibili. (Gæti breyst, fer eftir þátttöku).

Bogfimi

Keppni þar sem skotið er af keppnisboga í skotskífu.

Hvenær:

Hvar: 

Upplýsingar: 

Alursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

Keppt er með sveigbogum.

12 mtr.

Bogar verða til staðar fyrir keppendur.

Borðtennis

Upplýsingar koma innan tíðar.

Brennibolti

Margir þekkja brennibolta síðan úr grunnskóla. Þarna keppa tvö fimm manna lið um að kasta bolta í mótherja sinn og keppast við að koma honum sem fyrst af velli.

Hvenær: 

Hvar:

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Konur 18 ára og eldri
 • Karlar 18 ára og eldri

CrossFit

Kefjandi einstaklingskeppni sem CrossFit 550 stöðin á Sauðárkróki stendur fyrir á Landsmótinu. Þar takast keppendur á við erfiðar og fjölbreyttar þrautir og áskoranir. 

Hvenær:

Hvar:

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 - 39 ára
 • Konur 18 - 39 ára
 • Karlar 40 - 49 ára
 • Konur 40 - 49 ára
 • Karlar 50 - 59 ára
 • Konur 50 - 59 ára
 • Karlar 60 - 69 ára
 • Konur 60 - 69 ára
 • Karlar 70 ára og eldri
 • Konur 70 ára og eldri

Fyrirkomulag:

Keppt verður í  5 aldursflokkum. Þrjú Wod verða í hverjum flokki. Wodin eru sett upp á ákveðinn hátt (RX) en ef keppandi telur sig ekki ráða við einhverja æfingu þá verður að sjálfsögðu boðið upp á skölun. ATH að sá sem skalar getur ekki unnið þann sem skalar ekki þrátt fyrir að ná hærra skori í wodi.

Drulluhlaup

Skemmtilegt og öðruvísi hlaup. Þátttakendur hlaupa 3 km og þurfa að fara í gegnum 21 hindrun eða þraut í leiðinni. Engin tímataka heldur bara að hafa gaman. 50 þátttakendur eru ræstir út í einu á 5 mínútna fresti. 

Hvenær:

Sunnudagur 28. júní kl. 11:00 - 14:00.

Hvar: 

Fossvogsdalur. Hlaupið er frá Fagralundi um Fossvoginn.  


Fótbolti

Upplýsingar koma innan tíðar.

Frjálsar íþróttir

Upplýsingar koma innan tíðar.

Fyrirtækjaboðhlaup

Fyrirtækjaboðhlaupið er viðburður fyrir fyrirtæki, samtök og vini sem vilja gera sér glaðan dag saman. Áhersla er lögð á gleði, vinskap, liðsvinnu og hlaupaánægju.
Hlaupaleiðin er þægileg á fótinn og hringurinn 4 km langur þannig að allir geta tekið þátt.

Rás- og endamark eru staðsett á sama stað sem myndar skemmtilegt andrúmsloft þar sem hægt er að hvetja liðið sitt áfram og njóta samverustundar með samstarfsfélögum og vinum.

Hvenær:

Föstudagur 26. júní

Hvar: 

Kópavogsdalur.

 

Nánari upplýsingar er að finna hér. 

Golf

Upplýsingar koma innan tíðar.

Hjólreiðar

Upplýsingar koma innan tíðar.

Karate

Upplýsingar koma innan tíðar.

Körfubolti

Upplýsingar koma innan tíðar.

Kraftlyftingar

Upplýsingar koma innan tíðar.

Náttúruhlaup

Upplýsingar koma innan tíðar.

Padel

Upplýsingar koma innan tíðar.

Parkour

Upplýsingar koma innan tíðar.

Pílukast

Upplýsingar koma innan tíðar.

Skák

Skák sem sumir kalla tafl er borðspil þar sem tveir leikmenn spila með 32 taflmönnum á taflborði. Oftar en ekki kemur upp flókin staða sem krefst þess að brýr þyngjast og aðrir klóra sér í hausnum.

Hvenær:

Hvar:

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur 18 ára og eldri.

Tefldar verða 5 umferðir.

Atskákir 25 mín. eftir Monradkerfi.

Strandblak

Gríðarlega vinsæl grein og ört stækkandi. Keppt er í strandblaki á Íþróttaveislunni í blönduðum liðum. Í hverju liði er tveir leikmenn; tvær konur eða karl og kona. Tveir karlmenn geta ekki verið saman í liði... En svona er það bara.

Hvenær: 

Hvar:

Upplýsingar:

Blandaður kynjaflokkur:

 • 18 - 29 ára
 • 30 - 49 ára
 • 50+ 

Blönduð lið.  

Í liði mega vera 3 leikmenn en þó spila einungis 2 leikmenn hvern leik.

Í hverju liði mega vera; Tvær konur.  Ein kona og einn karl (ekki tveir karlar).

Leiktíminn er 8 mín. eða upp í 15 stig.

Strandhandbolti

Hraður og skemmtilegur leikur á sandvelli. Handbolti með skemmtilegu ívafi sem allir eiga eftir að hafa gaman af og rifja upp taktana löngu eftir að leik lýkur.

Hvenær:

Hvar:

Upplýsingar:

Aldursflokkar:

 • Karlar 18 ára og eldri
 • Konur 18 ára og eldri

 Keppt er í 5 manna liðum. 

Sund

Upplýsingar koma innan tíðar.

Taekwondo

Upplýsingar koma innan tíðar.

Þríþraut

Upplýsingar koma innan tíðar.