Skemmtilegur leikur tveggja liða á battavelli. Leikurinn gengur út á að leikmenn komi litlum bolta í mark andstæðingsins með kylfu.
Hvenær:
Hvar:
Upplýsingar:
Blandaður kynjaflokkur 18 ára og eldri.
Reglur:
- Ekki má sveifla kylfu upp fyrir mjöðm.
- Ekki má spila kúlu með hendi eða haus.
- Ekki má spila kúlu á lofti ofan hnés með kylfu. Aðeins taka á líkamspart annan en haus eða hendi.
- Ekki má fara með kylfu milli fóta andstæðings.
- Ekki má fara með kylfu í andstæðing eða kylfu hans. Einungis beint í bandíkúluna.
- Ekki má beita höndum á eða hrinda andstæðing. Aðeins öxl í öxl upp að eðlilegum mörkum.
Hámarksfjöldi í liði er 6 leikmenn. Þar af eru 3 inná í einu.
Leikið verður í tveimur 4 liða riðlum.
Leiktími er 10 mínútur.
Fyrir sigur eru 3 stig. Fyrir jafntefli er 1 stig.
Verði lið jöfn að stigum í riðli gildir innbyrðisviðureign. Því næst hlutkesti. Markatala telur ekki til röðunar.
Öll lið fara í úrslit. Fjögur neðstu lið í riðlunum spila um sæti 5-8 og fjögur efstu spila um sæti 1-4.
Í úrslitakeppni verður vítakeppni ef hefðbundinn leiktími dugar ekki til. Hvort lið fær 3 víti. Ef úrslit liggja ekki fyrir að þeim loknum verður hlutkesti notað til að úrskurða sigurvegara.