Í Íþróttaveislu UMFÍ 25. - 27. júní 2021 gefst gestum og gangandi að prófa ýmsar íþróttagreinar. Unnið er að upplýsingum um viðburði og koma upplýsingar hér inn jafnt og þétt. Það er því um að gera að kíkja hingað reglulega inn. 

 

 

Hvernig væri að prufa eitthvað nýtt?

Frisbí golf eða Folf

Frisbígolf er hratt vaxandi grein, bæði hér á landi og erlendis.  Frísbígolfvellir spretta upp víða. Í Kópavogi er að finna tvo velli. Í Kópavogsdal við hlið Dalvegs er að finna skemmtilegan 10 brauta völl með tveimur teigum á hverri braut. Í Guðmundalundi, rétt við Kórinn og hesthúsahverfið, er svo að finna annan 10 brauta völl. Völlurinn er sérstaklega hannaður með byrjendur, fjölskyldur og meðspilara í huga. Völlurinn bíður líka upp á tæknilega erfiðar brautir fyrir lengra komna og ætti því að henta flestum.  

 

Hvar og hvenær:

Dalvegur: laugardagur kl. 11:00 - 14:00.

Guðmundalundur: sunnudagur kl. 11:00 - 14:00.

 

Upplýsingar:

Frisbígolffélag Reykjavíkur og Íslenska frisbígolfsambandið taka vel á móti þér. Boðið verður upp á leiðsögn og létta kennslu í grunnatriðum og reglum. Boðið verður upp á lán á diskum og því er engin afsökun fyrir því að mæta ekki. Frisbígolfbúðin verður með pop-up verslun á staðnum þar sem hægt verður að versla diska og annan búnað.