Á Landsmótinu geta mótsgestir komið og prófað alls konar íþróttagreinar og hreyfingu - eða með öðrum orðum komið og látið vaða! Boðið er upp á kennslu, opna tíma og kynningar. Láttu vaða greinar mótsins eru merktar rauðar í dagskrá mótsins. Hér fyrir neðan er að finna lista yfir láttu vaða greinar mótsins og nánari upplýsingar um þær. Til að taka þátt þarf þátttökuarmband. 

 

Láttu vaða greinar mótsins

Amerískur fótbolti

Amerískur er rosalega skemmtilegur. Engin furða að áhugi á honum hefur aukist mikið á Íslandi í gegnum árin.

Nú færð þú tækifæri til að prófa! 

Lið Einherja mætir á svæðið og kynnir þessa skemmtilegu íþrótt fyrir gestum Landsmótsins.

Láttu vaða í amerískum fótbolta.

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 14:00 - 18:00.

 

Hvar:

Gervigras.

 

Bandí

Bandí er skemmtilegur leikur tveggja liði. Reglurnar eru kannski ekki þær flóknustu í heimi. Markmiðið er einfalt: Að koma litlum bolta í mark andstæðingsins með kylfu.

Láttu vaða í bandí!

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 10:00 - 13:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.

 

Biathlon

Þessi grein er eins skíðaskotfimi nema við sleppum skíðunum. Þess í stað hlaupa þátttakendur í biathloni ákveðna vegalengd á milli valinn staða. Þar stoppa þeir, skjóta af sérstökum riffli í mark og spretta úr spori á ný.  Ef þátttakendur missa marks þurfa þeir að hlaupa sérstakan refsihring.

Láttu vaða! Komdu og prófaðu biathlon.

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 10:00 - 12:00.

 

Hvar:

Sunnan við verknámshúsið. 

 

Bogfimi

Bogfimi er skemmtileg grein þar sem þátttakendur á Landsmótinu geta fengið að prófa að skjóta af keppnisboga í skotskífu.

Láttu vaða og prófaður bogfimi!

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 11:00 - 14:00.

 

Hvar:

Á Flæðunum. 

 

Brennibolti

Margir þekkja brennibolta síðan úr grunnskóla. Þarna reyna tvö lið að kasta bolta í mótherja sinn og vinna að því að koma honum sem fyrst af velli.

Það er alltaf gaman að rifja upp æskuna. En maður verður ekki gamall fyrr en maður hættir að leika sér. Fullorðið fólk er byrjað að leika sér og æfa brennibolta víða um land. Á mótið koma reynsluboltar og leyfa þátttakendum á Landsmótinu að vera með.

Láttu vaða í brennó!

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 15:00 - 16:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.  

 

CrossFit

Crossfit er sérstaklega krefjandi en hressandi hreystiæfing þar sem tekist er á við erfiðar þrautir. Crossfit er afar vinsæl og vaxandi hér á landi enda rosalega gaman að reyna á sig.

Komdu að prófa Crossfit - láttu vaða!

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 13:00 - 15:00 Opinn tími þar sem fólk er velkomið að prófa, láta vaða og kynna sér íþróttina.
 • Kl. 15:00 - 15:45 Skipulögð opin æfing. 
 • Kl. 16:00 - 16:45 Skipulögð opin æfing.  

 

Hvar:

Reiðhöllin.

 

Danssmiðja

Það er gaman að dansa. Á Landsmótinu er boðið upp á opna danstíma þar sem gömlu dansarnir verða í aðalhlutverki, tjúttað í diskó og allt þar á milli.

Láttu vaða í dansinn!

 

Hvenær:

Föstudag og laugardag

 • kl. 15:00 - 16:00 Stöðvaþjálfun. 

Hvar:

Við Árskóla.

 

Laugardagur 14. júlí 

 • kl. 14:00 - 15:00            Komdu að dansa gömlu dansana. 
 • kl. 15:00 - 16:00            Komdu að danda línudans.
 • kl. 16:00 - 17:00            Komdu að danda ballroom.
 • kl. 17:00 - 18:00            Komdu að dansa disco.

 

Hvar:

Hús Frítímans.

 

Fimleikar

Fimleikar eru vinsælir á Íslandi og er greinin að vaxa hratt. Á Landsmótinu bjóðum við upp á fimleika fyrir fullorðna. Á svæðinu verða frábærir leiðbeinendur í fimleikum fyrir fullorðna.

Láttu drauminn rætast og láttu vaða!

 

Hvenær:

Föstudag og laugardag

 • kl. 17:00 - 18:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.

 

Fitness

Á hverjum degi á Landsmótinu er boðið uppá hressilegan tíma í fitness. Við hvetjum mótsgesti til að kíkja við og taka þátt í fitness.

 

Hvenær:

Föstudag og laugardag

 • kl. 16:00 - 17:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.

 

Fótboltapool

Völlurinn í fótboltabilljard er eins og risastórt billjardborð. En í stað kúlanna eru notaðir fótboltar. Boltarnir líta samt út eins og kúlur í billjard.

Þátttakendur í fótboltabilljard nota fæturna til að koma boltunum niður í stað kjuða. Þetta er skemmtilegur leikur og þess virði að prófa.

Láttu vaða!

 

Hvenær:

Föstudagur og laugardagur

 • kl. 13:00 - 14:00.
 • kl. 16:00 - 17:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.

 

Fótboltapanna

Fótboltapanna er skemmtilegur leikur þar sem einn á móti einum. Battavöllurinn er átthyrnt svæði og reynir mjög á tækni og trix í leiknum.

Láttu vaða í fótboltapanna á Landsmótinu!

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí 

 • kl. 17:00 - 18:00.

Laugardagur 14. júlí 

 • kl. 14:00 - 15:00.

 

Hvar: 

Við Árskóla.

 

Fótbolti 3:3

Keppt á litlum völlum þar sem þrír leikmenn eru í hverju liði. Leikið er eftir sérstöku kerfi þar sem tapliðin flytjast niður um völl en sigurvegarar upp um völl.

 

Hvernær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 11:00 - 12:00.

 

Hvar:

Gervigrasvöllur. 

 

Frisbígolf

Frisbígolf er hratt vaxandi grein, bæði hér á landi og erlendis. Frisbígolfvellir spretta upp víða. Á Sauðárkróki verður mótsgestum boðið að prófa nýjan 9 holu völl í fallegu umhverfi í miðjum bænum.

 

Hvernær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 11:00 - 12:00.
 • kl. 13:00 - 14:00.
 • kl. 15:00 - 16:00

 

Hvar:

Litli Skógur.

 

Frjálsar íþróttir

Á Landsmótinu verður hægt að prófa nokkrar valdar greinar. Nú er tækifærið til að hlaupa, stökkva og kasta.

Láttu vaða í frjálsum!

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 16:00 - 18:00.

 

Hvar:

Sauðárkróksvöllur. 

 

 

Glíma

Glíma er þjóðaríþrótt Íslendinga. Glíman hefur fylgt Landsmótunum í áraraðir og verður hún höfð í hávegum nú.

Gestum Landsmótsins gest tækifæri til að koma og reyna við sig í þjóðaríþróttinni. 

Láttu vaða í glímu!

 

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 14:00 - 15:00.

 

Hvar:

Íþróttahúsið. 

 

Golf

Hefur þú alið lítinn golfara í maganum en annað hvort ekki þorað að láta drauminn rætast eða ekki fengið tækifæri til að sýna hæfileika þína á vellinum?

Mótsgestum á Landsmótinu geta fengið að prófa golf.

Láttu vaða!

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 10:00 - 14:00.

 

Hvar:

Hlíðarendavöllur. 

 

 

Götuhjólreiðar

Boðið er uppá hressilegar götuhjólreiðar á Landsmótinu. Ræst er snemma á laugardagsmorgni frá Sauðárkróki og hjólað til Varmahlíðar. Þar er beygt til vinstri inn á þjóðveg 1 og hjólað á honum í 5 km.  Þá er beygt til norðurs og hjólað út Blönduhlíð og síðan til Sauðárkróks. Leiðin er 65 km löng.

Láttu vaða á hjólinu og njóttu þess að hjóla í skagfirsku sumri!

 

Hvenær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 07:30 - 11:00.

 

Hvar:

Skagafjarðarhringur. 

 

Gönguferðir

Skipulagðar gönguferðir verða í boði alla daga Landsmótsins. Göngurnar eru skemmtilegar og við allra hæfi, miserfiðar þó. 

 

Hvenær:

Föstudagur

 • kl. 13:00 - 14:00.

 Gengið niður á Borgarsand.

Leiðsögumaður: Hjalti Pálsson. 

Laugardagur

 • kl. 13:00 - 14:00

Gengið er upp í Móa og þar verður fluttur fyrirlestur um dvöl Breska herliðsins á Króknum 1940 - 1942. 

Leiðsögumaður: Ágúst Guðmundsson. 

Sunnudagur

 • kl. 13:00 - 14:00

Gengið verður um gamla bæinn.

Leiðsögumaður: Sigrún Fossberg. 

 

Hvar:

Upphafsstaður allra ferðanna er við sundlaugina.  

 

Götuhlaup

Það er gaman að hlaupa.

Nú hefur enga afsökun lengur til að fyllast öfund yfir hlaupafólkinu sem þú horfir á út um bílgluggann. Þú getur þetta líka.

Á Landsmótinu geturðu látið drauminn rætast og tekið fyrstu skrefin til að verða besti hlauparinn sem þú þekkir.

Láttu vaða!

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 18:00 - 20:00.

 

Hvar:

Staðsetning Sauðárkrókur.  

 

Jóga

Fjölbreyttir jógatímar í margbreytilegu umhverfi.

Þarna getur slakað á, teygt búkinn og togað og notið þess að vera í núinu.

 

Hvernær og hvar:

Þátttakendur eru minntir á að koma með handklæði/dýnu fyrir viðburði sem fram fara úti. 

Föstudagur 13. júlí

Morgunjóga kl. 07:30 - 08:30 - Íþróttahúsið. Kennari: Daníel Þórarinsson.

Jóga kl. 14:00 - 15:00 - við Árskóla. Kennari: Sigþrúður Jóna Harðardóttir. 

Miðnæturjóga kl. 23:45 - 00:30 - Sandströndin. Kennari: Sigríður Kristín Jónsdóttir. 

 

Laugardagur 14. júlí

Morgunjóga kl. 07:30 - 08:30 - Íþróttahúsið. Kennari: Sigríður Kristín Jónsdóttir. 

Jóga kl. 14:00 - 15:00 - við Árskóla. Kennari: Sigþrúður Jóna Harðardóttir. 

ATH BÚIÐ ER AÐ FÆRA JÓGA KL. 14:00 INN Í SKÓLASTOFU B6 OG 7 Í ÁRSKÓLA Í DAG. 

 

Sunnudagur 15. júlí 

Jóga í vatni kl. 08:00 - 09:00 - í sundlaug. Kennari: Pálína Hildur Sigurðardóttir. 

Jóga kl. 14:00 - 15:00 - í árskóla. Kennari Pála Margrét Gunnarsdóttir. 

  

 

Júdó

Það er alltaf gott að luma á kunnáttu í sjálfsvarnarlistum þegar á þarf að halda.

Það er upplagt að læra það nauðsynlegasta á Landsmótinu. Þar verður nefnilega boðið upp á kennslu í júdó.

Láttu vaða á Landsmótinu!

 

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 10:00 - 12:00.

 

Hvar:

Íþróttahúsið.

 

Krolf

Krolf er skemmtilegur leikur sem er blanda af golfi og krokketi. Keppendur nota sérstaka trékylfu til að koma trékúlum í holur á vellinum.

 

Hvernær:

Laugardagur 14. júlí

 • kl. 11:00 - 14:00.

 

Hvar:

Sunnan við verknámshús. 

 

 

Metabolic

Metabolic er fjölbreytt og skemmtileg hópþjálfun fyrir þá sem vilja komast í frábært form.

Láttu vaða!

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 12:00 - 14:00.

 

Hvar:

Þreksport. 

 

Ólympískar lyftingar

Hvað hefur þig lengi dreymt um að reyna við þig í ólympískum lyftingum?

Nú geturðu látið drauminn rætast. Boðið verður upp á kennslu í ólympískum lyftingum á Landsmótinu á Sauðárkróki.

Láttu vaða!

 

Hvenær:

Sunnudagur 15. júlí

 • kl. 14:00 - 15:00.

 

Hvar:

Reiðhöllin.

 

Petanque

Petanque er leikur með stálkúlum sem kasta þarf af nákvæmni. Fyrst er kastað út grísnum, sem er lítil trékúla. Eftir það hefst atið sjálft þegar keppt verður um að kasta stálkúlum sem næst grísnum. 

Láttu vaða og prófaðu petanque.

 

Hvenær:

Föstudagur 13. júlí

 • kl. 10:00 - 12:00 og 14:00 - 16:00.

Laugardagur 14. júlí 

 • kl. 10:00 - 12:00 og 14:00 - 16:00.

 

Hvar:

Á Flæðunum. 

 

Sjósund

Sjósundkappinn Benedikt Lafleur sýnir mótsgestum hvernig á að synda í sjónum og gefur þeim góð ráð sem þora í sjóinn.

Láttu vaða og stingdu þér til sunds!

 

Hvenær:

Laugardagur

 • kl. 15:00 - 16:00.

 

Hvar: 

Siglingaklúbburinn Drangey / Hjá smábátahöfninni. 

 

Skokk

Skokkhópurinn á Sauðárkróki hefur verið öflugur um áraraðir. Félagar í hópnum hlaupa oft í viku allt árið um kring. Á laugardagsmorgnum er lagt af stað kl. 09:00 frá sundlauginni. Að þessu sinni bjóða heimamenn gestum Landsmótsins að slást í hópinn.

Láttu vaða!

 

Hvenær:

Laugrdagur 14. júlí

 • kl. 09:00 - 11:00.

 

Hvar:

Frá sundlaug. 

 

Útivist

Í boði verða margvísleg útivistarverkefni fyrir mótsgesti. 

 

Hvernær:

Föstudagur og laugardagur

 • kl. 14:00 - 16:00.

 

Hvar:

Litli Skógur.

 

Zumba

Boðið verður upp á alveg ótrúlega skemmtilegt zumba alla mótsdagana. Allir þurfa að prófa zumba á Landsmótinu enda fátt skemmtilegra en þessi skemmtilega hreyfing.

Láttu vaða!

 

Hvernær:

Föstudag, laugardag og sunnudag

 • kl. 13:00 - 14:00.

 

Hvar:

Við Árskóla.

 

Þriggja tinda ganga

Toppaðu þrjú fjöll á tólf tímum.  Á fimmtudag er boðið upp á skemmtilegt og krefjandi verkefni.  Farið er á þrjú fjöll í Skagafirði, fjöllin Tindastól, Mælifell og Molduxa á einum og sama deginum.

Þátttakendur hafa aðeins 12 tíma til að klára verkefnið.  Ræst er klukkan 09:00 um morguninn á fyrsta fjallið, klukkan 13:00 á það næsta og síðan er ræst klukkan 17:00 á síðasta fjallið. 

Þátttakendur verða að vera komnir niður í mark klukkan níu um kvöldið og geta þá blásið úr nös og togað sig og teygt eftir góðan dag.

Þátttakendum stendur að sjálfsögðu til boða að ganga á einn, tvo eða alla þrjá tindanda - hver og einn ákveður það fyrir sig. 

 

Hvenær:

Fimmtudagur

 • kl. 09:00 Mælifellshnjúkur (1138m). Gangan hefst frá bílaplaninu hjá Mælifellshnúk. Gengið eftir stikaðri leið.

  

 • kl. 13:00 Tindastóll (995m). Upphafspunktur göngunnar er frá gönguskiltinu sem er upp við Hraksíðuá. Ekið er af vegi við bæinn Skarð upp með Hraksíðuá að norða. 

 

 • kl. 17:00 Molduxi (706m). Upphafspunktur göngunnar er við heimavistina. 

Leiðsögumaður: Árni Stefánsson. Hann verður til staðar á öllum upphafspunktunum og gefur ítarlegri leiðbeiningar hvernig farið er á tindana.