Boðhlaup BYKO

Boðhlaup BYKO er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK. Viðburðurinn er tilvalinn fyrir fyrirtæki, samtök, samstarfsfólk og vinahópa til að koma saman og hlaupa um Kópavogsdal. Áhersla er á gleði, vinskap og liðsvinnu. 

 

 

Sjá viðburðinn hér á facebook.

 

HVAR: Kópavogi við Fífuna. 

DAGSETNING: Fimmtudagur 1. september 2022.

HVENÆR: Klukkan 18:00 - 21:00.

HLAUPALEIÐ:  4km í Kópavogsdal. 

UPPHAF: Fyrir utan Smárann. 

ENDIR: Fyrir utan Smárann. 

UMSJÓN: Breiðablik og UMSK. 

 

FYRIR HVERJA ER VIÐBURÐURINN? 

Allir geta skráð lið til þátttöku, t.d. fyrirtækjahópar, vinahópar, saumaklúbburinn o.s.frv.

Skráning fer fram hér. 

 

HVERNIG FER ÞETTA FRAM?

Fjórir einstaklingar búa til lið. Einn úr liðinu hleypur í einu samtals fjóra kílómetra. Þegar sá  kemur í mark er farið inn á ákveðið skiptisvæði þar sem næsti liðsmaður bíður. Hann tekur við boðhlaupskeflinu og hleypur af stað. Tímataka er á hverjum liðsmanni sem og sameiginlegur tími liðs. Tímataka stöðvast þegar liðsfélagar skipta og fer ekki aftur af stað fyrr en hlaupið er í gegnum startmarkið aftur. 

Verðlaun eru fyrir fljótasta liðið. Að auki verða veitt þátttökuverðlaun til fyrirtækja.

Mögulegt er fyrir fyrirtæki og hópa að skrá óendanlega mörg lið til þátttöku. 

Fyrir aftan stúkuna í Fífunni verður komið fyrir tjöldum, bekkjum og borðum. Hlauparar geta fengið sér mat og drykk saman og notið lífsins. Matarvagnar verða á svæðinu og seldir drykkir. Lifandi tónlist og skemmtileg stemning. 

 

HVAÐ KOSTAR AÐ TAKA ÞÁTT?

Þátttökugjald er 3.500 kr. á hvern liðsmann. Sem sagt 14.000kr. á lið.