Fara á efnissvæði
23. júní 2017

Fyrstu gestirnir komnir í Hveragerði

„Hér er mjög gott og skemmtilegt að vera. Það rigndi reyndar örlítið nú í morgun. En veðrið er að lagast, það verður sól og hlýja á morgun,“ segir Flemming Jessen, sérgreinarstjóri í boccía og einn skipuleggjenda Landsmóts UMFÍ 50+. Mótið verður í Hveragerði alla helgina, frá föstudegi og fram á sunnudag, 23.-25. júní.

Mikill fjöldi þátttakenda er skráður á mótið í bænum alla helgina.

Opnað var fyrir skráningu um mánaðamótin og verður áfram opið í einstaklingsgreinar fram á miðnætti í kvöld, föstudaginn 23. júní.

Mótsstjórn opnaði í grunnskóla Hveragerðis síðdegis í gær, fimmtudaginn 22. júní. Þátttakendur létu ekki bíða lengi eftir sér og mættu fljótlega. Þátttakendur á Landsmóti UMFÍ 50+ geta komið í grunnskóla Hveragerðis, náð í mótsgögn og gert allt það sem gera þarf í tengslum við mótið.

Ítarlegar upplýsingar um allt sem tengist Landsmóti UMFÍ 50+ og kort af Hveragerði er að finna á hlekknum hér að neðan:

Ítarlegar upplýsingar um Landsmót UMFÍ 50+