Fara á efnissvæði

Öllum flokkum

Fréttir

Öllum flokkum

23. júní 2017

Hafa ekki sést í 40 ár

„Það er gaman að hittast eftir þetta langan tíma,“ segja þeir Einar, Sveinn og Gunnlaugur frá Siglufirði, sem fylgdust með konum sínum keppa í boccía á Landsmóti UMFÍ 50+ sem hófst í Hveragerði í morgun. Mótið stendur fram á sunnudag. Þremenningarnir hafa ekki hist í 40 ár eða síðan árið 1977.

23. júní 2017

Fyrstu gestirnir komnir í Hveragerði

„Hér er mjög gott og skemmtilegt að vera. Það rigndi reyndar örlítið nú í morgun. En veðrið er að lagast, það verður sól og hlýja á morgun,“ segir Flemming Jessen, sérgreinarstjóri í boccía og einn skipuleggjenda Landsmóts UMFÍ 50+.

22. júní 2017

Upplýsingar fyrir Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er rétt handan við hornið. Mótsstjórn opnar í grunnskólanum í bænum síðdegis og verður hún opin til klukkan 22:00 í kvöld. Þeir sem eiga í vandræðum með skráningu á mótið geta haft samband við hana, annað hvort komið við í skólanum eða hringt í síma 868 4382.

20. júní 2017

Enn hægt að skrá sig í einstaklingsgreinar í Hveragerði

Enn er opið fyrir skráningar í einstaklingsgreinar og valdar liðagreinar á Landsmóti UMFÍ 50+ sem fram fer í Hveragerði um næstu helgi, dagana 23.-25. júní. Almennt er þó búið að loka fyrir skráningu flestra greina fyrir hópa.

16. júní 2017

Munið eftir 18. júní

Skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ lýkur á miðnætti sunnudaginn 18. júní næstkomandi. Skráning fer fram á vefsíðu UMFÍ á sérstakri skráningarslóð.

15. júní 2017

Keppt í bókakasti í Hveragerði

Forstöðumaður Bókasafns Hveragerðis tryggir afskrifuðum bókum skemmtilegt framhaldslíf. „Okkur langaði til að halda skemmtilega keppni með bókum samhliða Landsmóti UMFÍ 50+ í Hveragerði og Jónsmessunni,“ segir Hlíf Sigríður Arndal, forstöðumaður Bókasafnsins í Hveragerði.

13. júní 2017

Nýir lýðheilsuvísar frá Embætti landlæknis

Embætti landlæknis gaf út uppfærða lýðheilsuvísa eftir heilbrigðisumdæmum í gær. Þetta er í annað sinn sem embættið birtir lýðheilsuvísana. Stefnt er að því að gera öllum kleift að fylgjast með stöðu og þróun lýðheilsu á netinu í framtíðinni.

12. júní 2017

Ekki missa af skemmtikvöldinu í Hveragerði

Búast má við heljarinnar fjöri á laugarkvöldinu á Landsmóti UMFÍ 50+ laugardaginn 24. júní. Veislustjóri kvöldsins verður Hjörtur Benediktsson og mun hljómsveitin Pass leika fyrir dansi. Ekki er útilokað að fleiri komi fram á skemmtuninni.

08. júní 2017

Aldís er spennt fyrir Landsmóti UMFÍ 50+

Bæjarstjórinn Aldís Hafsteinsdóttir segir Hvergerðinga hlakka mikið til landsmóts UMFÍ 50+ undir lok mánaðar. Hún gerir ráð fyrir miklum mannfjölda í bænum enda margt á boðstólnum fyrir iðkendur jafnt sem áhorfendur.