Fara á efnissvæði

Styrkir

Lottó til sambandsaðila

Íslensk getspá

Sögu Íslenskra getrauna má rekja allt aftur til ársins 1952 en sögu Íslenskrar getspár til ársins 1986. Árið 1999 var gerður þjónustusamningur milli Íslenskra getrauna og Íslenskrar getspár um að Íslensk getspá sjái um rekstur Íslenskra getrauna og er sá þjónustusamningur enn í gildi. 

Á fyrstu getraunaseðlunum voru mestmegnis leikir í danskri og sænskri knattspyrnu en eftir því sem árin liðu varð enska knattspyrnan mest áberandi. 

Íslenskar getraunir starfa samkvæmt lögum nr. 59/1972 frá Alþingi og veita þau Getraunum einkaleyfi á rekstri íþróttagetrauna á Íslandi. 

Eigendur Getspár eru þrír

47%

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands á 46,67% hlut.

40%

Öryrkjabandalag Íslands á 40% hlut.

13%

Ungmennafélag Íslands á 13,33% hlut.

Starfskýrslukerfi

UMFÍ og ÍSÍ hvetja félög til að endurskoða félagaskrár sínar og yfirfara vel allar upplýsingar í starfsskýrslukerfinu. Með því verður einfaldara fyrir alla aðila að halda vel utan um félagatalið og uppfæra það á milli ára. Það er alltaf á ábyrgð hvers félags að yfirfara félagatal sitt áður en það er lesið inn og staðfesta réttan fjölda við skil. UMFÍ og ÍSÍ árétta að gögnin í kerfinu verða aðeins rétt ef allir vanda sig og fara vel yfir þau gögn sem eru send inn og staðfest.

Afar áríðandi er að ofangreindar upplýsingar skili sér til þess aðila innan hvers félags sem annast á starfsskýrsluskilin.

Hvað er í þessum skýrslum?

  • Starfsskýrsluskil þurfa að innihalda upplýsingar um iðkendur  og félagsmenn á síðasta starfsskýrslutímabili, þ.e. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. desember 2022.
  • Innslegnar lykilupplýsingar úr ársreikningum fyrir síðasta starfsár (2022).
  • Upplýsingar um núverandi stjórn og starfsfólk.
  • Skila skoðuðum ársreikningi og núgildandi lögum í pdf. formi.

Skilafrestur er til 15. júní 2023.

OPNA STARFSSKÝRSLUKERFI
(web)

Lottóreglur og úthlutun til sambandsaðila

Smelltu hér til þess að lesa reglurgerð um lottó og útlutun til sambandsaðila UMFÍ.

Skoða reglugerð