Velkomin í Skólabúðir UMFÍ
UMFÍ hefur tekið við rekstri Skólabúðanna á Reykjum í Hrútafirði. Árlega heimsækja um 3.200 nemendur í 7. bekk af öllu landinu búðirnar og dvelja frá mánudegi til fimmtudags. Í búðunum fá nemendur tækifæri til þess að efla leiðtogahæfni og sjálfsmynd sína og vinna með styrkleika sína.


Fréttir frá Skólabúðum

07. desember 2023
Ungmenni í leiðtogavinnu
Meðlimir í ungmennaráði UMFÍ sátu tvær norrænar ráðstefnur í byrjun sumars í Danmörku og á Grænlandi. Nú eru tvö laus sæti í ungmennaráðinu og geta áhugasöm sótt um.

05. desember 2023
Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar!
Dagur sjálfboðaliðans er í dag. Í tilefni af því munu ÍSÍ og UMFÍ bjóða sjálfboðaliðum íþróttahreyfingarinnar að koma í Íþróttamiðstöðina í Laugardal og halda upp á daginn. Fyrst verða fyrirlestrar klukkan 15:00 og síðan boðið í vöfflur í þjónustumiðstöð UMFÍ.

04. desember 2023
Guðni forseti: Betra að segja nei
Nemendur úr Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og Borgarholtsskóla hlutu verðlaun fyrir verkefni sín, sem unnin voru í tengslum við Forvarnardaginn 2023. Verðlaun voru veitt í tveimur flokkum.
Hagnýtar upplýsingar
Skólastjórnendur
Hér er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir skólastjórnendur og fararstjóra.
Foreldrar
Er barnið þitt á leiðinni í Skólabúðirnar? Hér er að finna svör við ýmsum spurningum.
Nemendur
Hér er að finna atriði sem nemendur eru hvattir til að kynna sér fyrir komuna í Skólabúðirnar.
Ferli tilkynninga
Nauðsynlegt er að tilkynna ofbeldis- eða eineltismál til viðeigandi aðila. Hér er að sjá mynd af ferli tilkynninga. Athugið að hægt er að byrja hver sem er innan ferilsins. Einning er vakin athygli á heimasíðu Samskiptaráðgjafa, samskiptaradgjafi.is