Fara á efnissvæði

Skinfaxi er heilbrigðasta tímarit á Íslandi!

Þriðja tölublað Skinfaxa ársins 2023 er kominn út. Innihald blaðsins er með því allra hollasta sem í boði er, það er sprengfullt af sprikli og hugmyndum, fréttum úr íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni og ráðum um það sem virkar. Viltu koma fólki á hreyfingu? Siturðu á haug af gömlum farandbikurum og verðlaunum í fjórða flokki sem þú veist ekki hvað á að gera við? Þú finnur svörin og margt fleira í nýjasta tölublaði Skinfaxa. Blaðið er aðgengilegt í íþróttahúsum og sundlaugum og sent til áskrifenda. Þú getur líka lesið blaðið á umfi.is og öðrum miðlum. 

Fjölbreytt efnistök

Á meðal efnis í blaðinu: 

 • Klara hjá UMFG: Förum tvíefld aftur til Grindavíkur.
 • Verðlaunagripir eignast framhaldslíf.
 • Lýsir eftir hinsegin fyrirmyndum.
 • Skýrari leiðbeiningar fyrir sjálfboðaliða.
 • Styrktu félög um 6,6 milljarða.
 • Allt um Sambandsþing UMFÍ.
 • Tók Magnús Þór uppí.
 • Sjálfboðaliðar og hugmyndaauðgi.
 • Ásmundur og börnin í samfélaginu.
 • Hjálpaði öðrum að klára matinn.
 • UMFÍ í mestum blóma.
 • Tveir nýir heiðursfélagar.
 • Nærmynd af fólkinu í stjórn UMFÍ.
 • Ásta Katrín hjá Skógarási.
 • Fresti því að fá sér fyrsta sopann.
 • Sprett úr spori í Jónshlaupi.
 • Klifur er nýjasta sportið á Ísafirði.

 

Lumarðu á umfjöllunarefni?

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri sem á erindi við íþrótta- og ungmennafélagshreyfinguna þá er um að gera og senda okkur línu á umfi@umfi.is

Gerast áskrifandi?

Error

Sendu okkur tölvupóst á netfangið umfi@umfi.is og við græjum málið!