Fara á efnissvæði

Gleði - traust - samvinna

UMFÍ

Hlutverk UMFÍ

Starf þeirra félaga sem mynda UMFÍ snýst um að efla, styrkja og byggja upp fólk með íþrótta-, félags- og æskulýðsstarfi. Hlutverk UMFÍ er að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra. UMFÍ hvetur og styður við bætta lýðheilsu landsmanna. 

Stefna UMFÍ

Starfsemi UMFÍ byggir á stefnu samtakanna. Yfirskrift stefnunnar, Samfélaginu til góða, vísar til þess að gera gott starf ungmennafélagshreyfingarinnar enn betra, stuðla að sterkari einstaklingum, öflugri félögum og bættu samfélagi. Stefnan skiptist upp í fimm stefnuþætti og undir þeim eru markmið sem verkefni og starfsemi UMFÍ kallast á við.