Fara á efnissvæði
13. júlí 2017

Búist við miklum mannfjölda á Egilsstöðum

Vegurinn til Seyðisfjarðar verður aðeins lokað að hluta á sunnudeginum um verslunarmannahelgina vegna keppni í götuhjólreiðum sem fram fer á Unglingalandsmótinu. Jafnframt því verður leitað eftir því að draga úr umferð með því að bjóða upp á strætóferðir frá tjaldsvæði mótsgesta til helstu keppnissvæða. Götunni Skógarlöndum verður lokað við Valaskjálf yfir helgina.

Þungi mótsins verður mestur á svæðinu frá Vilhjálmsvelli að íþróttasvæðinu. Tjaldsvæði verður við flugvöllinn en að auki má búast við talsverði umferð við Fellavöll þar sem knattspyrnukeppnin fer fram.

Unglingalandsmót UMFÍ er fyrir alla Unglingalandsmót UMFÍ hefur verið haldið síðan árið 1992. Keppendur eru alls staðar að. Ekki er nauðsynlegt að þeir séu skráðir í ungmennafélag eða íþróttafélag til að geta tekið þátt. Bæði er hægt að skrá lið til þátttöku í boltaíþróttir eða einstaklinga og eru þeir settir í lið þegar líður nær keppni.

Þátttakendur á Unglingalandsmót greiða eitt skráningargjald en geta keppt í eins mörgum greinum og þeir vilja. Þess utan verður í boði skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna og er hún öllum opin frá morgni til kvölds. Boðið verður upp á ratleiki, frisbígolf, námskeið í ýmsum íþróttum og vinnustofu með danska fimleikahópnum Motus Teeterboard, sem kemur hingað til lands í boði fyrirtækisins Motus.

Á kvöldvökum alla mótshelgina koma fram hljómsveitir og tónlistarmenn eins og Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti, Hildur, Aron Hannes og margir fleiri.