Fara á efnissvæði
08. apríl 2024

Ert þú verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ 2024?

UMFÍ óskar eftir verkefnastjóra Unglingalandsmóts UMFÍ í Borgarnesi 2024.

Starfið felur í sér vinnu við undirbúning og framkvæmd mótsins ásamt framkvæmdastjóra mótsins og öflugum hópi fólks.

Gert er ráð fyrir að starfið sé tveggja mánaða starf.

Meginþunginn er í júlí og á mótinu sjálfu sem fram fer um verslunarmannahelgina, 1. – 4. ágúst næstkomandi.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2024.
Umsóknir skal senda á umfi@umfi.is.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir framkvæmdastjóri mótsins:

Ómar Bragi Stefánsson
S. 898-1095
Tölvupóstur: omar@umfi.is