Fara á efnissvæði
02. ágúst 2022

Hvar er kötturinn Kíkí?

Læðan Kíkí býr í nágrenni við tjaldsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi. Nú ber svo undir að hún hefur ekki skilað sér heim síðan á sunnudagskvöld. Margrét Arnardóttir, eigandi Kíkíar, segir það mjög óvenjulegt og sendi því skeyti til UMFÍ í von um að einhver mótsgesta hafi séð til ferða Kíkí enda hafi hún heimsótt svæðið reglulega.

Kíkí er bröndótt 13 ára gömul læða, vill helst vera inni í hlýjunni og sofa liðlangan daginn. Allir á heimilinu sakna hennar.

Kíkí er með rauða ól, örmerkt og með tattoo í hægra eyranu.

Ef einhver telur sig hafa rekið augun í Kíkí er hægt að senda Önnu Arnardóttur skilaboð á Facebook eða haft samband við hana í síma 857 9906.

 

Hvar er skórinn, hvar er treyjan?

Við vekjum líka athygli á því að alltaf týnist eitt og annað á Unglingalandsmóti. Öllum óskilamunum verður safnað saman í þjónustumiðstöð Unglingalandsmótsins í FSu. Þar verða óskilamunir til 4. ágúst. Eftir þann tíma verða þeir fluttir í þjónustumiðstöð HSK sem er til húsa í Selinu á íþróttavallarsvæðinu á Selfossi.

Ef skó vantar á hægri fót, legghlíf á þann vinstri, treyju, brók eða handklæði er alltaf hægt að kíkja í þjónustumiðstöðina eða hringja í síma HSK eftir 4. ágúst í síma 482 1189.

Sömuleiðis er hægt að senda tölvupóst á netfangið hsk@hsk.is