Fara á efnissvæði
31. júlí 2017

Meiri tími til að skrá sig á Unglingalandsmót UMFÍ

Keppendur eru enn að skrá sig til þátttöku á Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Við höfum því lengt frestinn til að skrá sig, ungmenni og vini á mótið. Fresturinn verður til miðnættis á þriðjudagskvöld.

Ætlið þið að skella ykkur á Unglingalandsmót UMFÍ?

Það getur verið skemmtilegt að búa til lið á mótinu. Á mótinu er mörg lið með frumleg og skemmtileg nöfn. Þar á meðal eru Bleiku pardusarnir, Prumpandi einhyrningar og Sykurpúðarnir.

Meira um nöfnin á liðunum.

Það er hægt að skrá sig, vini og vinkonu í 24 mismunandi greinar. Þetta er úrvalið:

Boccia - Bogfimi - Fimleikalíf - Fjallahjólreiðar - Frisbígolf - Frjálsar íþróttir - Glíma - Golf - Götuhjólreiðar - Hestaíþróttir - Knattspyrna - Kökuskreytingar - Körfuknattleikur - Motocross - Ólympískar lyftingar - Rathlaup - Skák - Skotfimi - Stafsetning - Strandblak - Sund - UÍA þrekmót - Upplestur og Íþróttir fatlaðra.

Mótið er fyrir 11-18 ára og er ekki krafa um að viðkokmandi sé í ungmennafélagi eða íþróttafélagi.

Mótsgjaldið er aðeins 7.000 krónur á einstakling og getur viðkomandi fyrir það tekið þátt í eins mörgum greinum og hann vill.

Skellið ykkur á mótið á Egilsstöðum!

Ítarlegar upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ.

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ.