Fara á efnissvæði
11. apríl 2024

Samskipti og siðareglur

Námskeið um siðareglur og samskipti

Siðareglur eru mikilvægur hlekkur í því að standa vörð um hagsmuni barna og ungmenna sem taka þátt í íþrótta- og æskulýðsstarfi og til að tryggja öryggi þeirra, sem og starfsfólks og sjálfboðaliða í starfinu.

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur UMFÍ, KFUM og K, Bandalags íslenskra skáta og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Samtökin eru með sameiginlegar siðareglur sem hafa þann tilgang að stuðla að heilbrigðu, uppbyggjandi, vönduðu og öruggu umhverfi fyrir allt fólk í íþrótta- og æskulýðsstarfi.

Á námskeiðinu er m.a. farið yfir eftirfarandi atriði:

  • Hvað eru jákvæð og neikvæð samskipti?
  • Af hverju eru siðareglur mikilvægar?
  • Hvernig samskipti eigum við að tileinka okkur gagnvart iðkendum í starfinu?
  • Hvers konar atvik tengd samskiptum geta komið upp í starfinu og hvernig á að bregðast við?
  • Hver er tilkynningarskylda þeirra sem starfa með börnum og ungmennum?

Kennari námskeiðsins er Hjördís Rós Jónsdóttir.

Námskeiðið fer fram mánudaginn 15. arpíl í húsnæði KFUM og KFUK á Holtavegi 28, klukkan 18:00. Aðgangur er frír og námskeiðið er opið öllum.

 

Skoða siðareglur

Sjá viðburðinn á Facebook.